Sigga sterka!

|

Ég ætla að fara að kalla mig það hér eftir!
Fór út í smá göngutúr áðan, kom auðvitað rigning, en ekki hvað! En þetta var fínasti göngutúr, enda alltaf gaman þegar vinur minn ipod er með;)
Svo þegar ég var farin að huga að því að halda heim, datt mér nú í hug að ég þyrfti kannski að kaupa bjór. Eitthvað svo tómlegt hérna í litla húsinu þegar engin er bjórinn. Ákvað að gera smá verðkannanir, labbaði inn í 3 búðir og tékkaði á verðunum. Var svo komin með í höndina kassa af dósabjór (dugir ekkert annað en kassi á þessu heimili) sem kostaði ca 100 kall. Ástæðan fyrir að ég fór strax á eftir dósunum er því kassinn af glerinu er svo helvíti þungur og það er yfirleitt Gummi sem sér um að koma honum heim, ég drekk hann. En já, 100 kall fyrir 24 dósabjóra. Ég nokkuð sátt og ætla að fara að koma mér út. Naunaunau, þá rek ég augun í tilboð á glerbjórnum. 30 flöskur fyrir 78 kr. hmmm...eftir mikla umhugsun þá ákvað ég að ég gæti alveg komið honum heim, get allt sem ég vil (og á þessari stundu langaði mig í bjór)

Ég var semsagt að koma inn úr dyrunum núna, hendurnar á mér örugglega búnar að lengast um nokkra cm eftir þetta...osssssalega þungt að labba með þetta alla leið heim. Síðustu skrefin voru erfið, hefði auðveldlega getað bara gefist upp, en nei! heim skal bjórinn! En þessi erfiða ferð var þess virði, og verður ennþá meira þess virði þegar hann er orðin kaldur og verður opnaður;) Ég er svo mikil hetja, held að Gummi verði stoltur af stelpunni sinni! - Sigga sterka er samt soldið trukkó, svo ég held ég haldi mig við Sigga sæta;)

Svona litu svo buxurnar mínar út eftir skemmtilegu ferðina með kassann:



og svo talandi um að veðrir breytist á 5 mínútna fresti á Íslandi, þá er það ekkert skárra hér. Það var demba þegar ég fór inn í búðina, þegar ég kom út aftur var komin sól og léttskýjaður himinn....crazy!



Já komin heim og síðasti vinnudagurinn á spítalanum að baki. Ekki það að ég veit að ég á eftir að vinna á spítala aftur, og vonandi þá aðeins hærra í goggunarröðinni;) bara spurning hvenær sko! En alltaf skrítið að hætta einhverstaðar, hvort sem það er vinna eða skóli eða bara hvað sem er! En það er samt alls ekki ólíklegt að maður verði einhvertíman beðin um að koma og vinna eina helgi og svona. Miðað við hvað þessir danir verða oft "veikir", alvarlegt kvef sem þeir fá og svona, þá er ég ekki frá því að þeim vanti einn hressan íslending. Hver veit?!? En þetta var ágætis síðasti dagur, ekkert sérstakt svosem sem gerðist þennan daginn á spítalanum, en maður er nú búin að lenda í ýmsu þarna. Margt sem maður upplifði og sá í fyrsta sinn. Lærði alveg heilmikið á þessu öllu saman, og þetta var eiginlega bara mjög skemmtileg vinna fannst mér. Þó svo að manni finnist nú kannski sjaldan rosa stuuuuð að mæta í vinnunna. En yfirleitt eitthvað spennandi að gerast, enda sjúkrahús, og maður veit aldrei hvað kemur næst.

En já þetta með að hætta, man þegar ég hætti á leikskólanum heima. Fannst það rosa erfitt, eitthvað svo skrítið því manni var farið að finnast maður eiga pínkupínku pons í krökkunum;) Krakkarnir á minni deild voru nú reyndar öll að fara í 6 ára bekkinn, enda vel upp alin eftir síðasta veturinn á Hvítudeild með Siggu (óókeii og Særúnu og Gróu). Það voru samt svo margir aðrir krakkar sem komu og knúsuðu mann á hverjum degi, sögðu manni hvað maður væri fallegur og sætur, hvað maður væri nú með fína klippingu, hvað maður væri skemmtilegur o.s.frv. skemmtilegt;) Já, bara skrítið að hætta. Ert búin að vera að mæta alltaf á sama stað á sama tíma, með sama fólkinu í einhvern tíma og svo er það bara hætt.
En lítil frændsystkini hrúgast niður um þessar mundir svo að nóg er af litlum börnum til að knúsa, þ.e. þegar maður fer til íslands auðvitað!

Spítalaævintýrið búið í bili og við tekur nýtt. Sjáum hvort að það verði ekki alveg jafn lærdómsríkt og skemmtilegt eins og þetta sem er að enda;)

Kv. væmuhorn Siggu



..er dagurinn! Jebb, 29. ágúst byrjar þetta allt saman! Ekki það sem maður vildi helst vera byrja að læra, en þetta hljómar nú bara spennandi það sem ég er búin að lesa. Fékk í pósti í dag yfirlit yfir fyrstu dagana, kynningardagana, og þeir virðast einkennast af partýi, smá fyrirlestur og svo aftur partý, og svo þarf að mæta aftur snemma næsta dag. Almennileg törn!
En já þetta hljómar bara vel, smá stress komið upp, byrja í háskóla og svona! Stóóóórt bil á milli menntó og háskólans svo þetta verður nýtt. Svo að reyna að muna allt sem að maður lærði í menntó, stærðfræðin, efnafræðin og allt þetta. En ég mun massa þetta (að sjálfsögðu)! Stórt skref líka að þurfa að gera þetta "ein", því heima var ég vön að panta tíma hjá Jón Þóri sem að svo hjálpaði mér með stærðfræðina, besti stærðfræðikennari allra tíma;) Spurning um að hann fljúgi út til mín alltaf rétt fyrir próf...?!?!

En ég er nú bara orðin svolítið spennt fyrir þessu, síðasti vinnudagurinn minn á morgun, mamma og pabbi koma í heimsókn á mánudaginn og eftir það er það bara skóli. Ekki búin að vera í skóla í 2 ár svo það verður fínt að fá spark í rassinn og þurfa að fara að læra:)


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives