Þau komu í heimsókn til okkar og ég kvaddi þau með tárin í augunum á lestarstöðinni síðasta miðvikudag. Ég vissi reyndar ekki akkurat þá að ég ætti eftir að sjá þau aftur eftir ca. 3 korter, en það var ekki fyrr en að hurðin á lestinni var að lokast að ég uppgötvaði að ég hélt á töskunni sem innihélt farmiðana þeirra og passana...og svo fór lestin af stað! úbbs!! Eftir smá panik þá hoppaði ég upp í lest og hélt til Nyborg, þar sem mamma og pabbi höfðu hoppað úr lest. Þar fengu þau miðana sína og gátu andað léttar, við kvöddumst aftur og héldum svo í sitthvora áttina;) skemmtileg ferð til Nyborg!
Þau voru hjá okkur í viku og það var algjört æði. Ekkert betra en að hafa mömmu og pabba í heimsókn enda bestasta fólk í heimi og ég hefði bara viljað hafa þau miklu lengur!
Byrjuðum þetta rólega hérna í Óðinsvé þar sem blómafestival var í gangi...





Daginn eftir höfðum við svo fengið nóg af blómum, náðum í bílaleigubílinn og keyrðum af stað. Stoppuðum í Haderslev...





Og eftir það var svo ferðinni heitið á aðalstaðinn...Þýskaland;)





og eins og sjá má voru gerð góð kaup þar;) Hver vill koma í heimsókn núna??

Ég keypti mér líka voða fínan jakka í Þýskalandi



(ég veit ég er rosalega falleg) En jakkinn nýttist fleirum en mér í kuldanum í þýskalandi, pabbi fór í fóðrið innan úr jakkanum, og Gummi fékk hettuna! ekkert smá mikið notagildi!

Á laugardeginum fórum ég, mamma og pabbi svo á stað og var ferðinni heitið til Skagen


Tókum smá pitstop í álaborg til að fá einn öl og skoða smá;)

og svo loksins fengum við að borða á rosa fínu hlaðborði á Skagen



Við gistum svo eina nótt á Skagen og rúntuðum svo í rólegheitunum heim daginn eftir, en tókum að sjálfsögðu pitstop, aftur í álaborg, bara á aðeins afskekktari stað núna, lentum í einhverri bingóhöll. Mjög sérstakt fólk sem kom inn og út þaðan, en ég og mamma fengum okkur bara einn öl



Greyið pabbi, alltaf að keyra og hann bara í epladjúsnum á meðan við mæðgur sukkuðum;)

Við stoppuðum svo í Horsens, sáum auglýsta þessa svakalegu útsölu í rúmfatalagernum þar og komum út með eitt stykku spegil fyrir heimilið;)



En jæja, mánudaginn tókum ég og mamma bara í að versla og hafa það gott. Pabbi og Gummi fóru aftur á móti að kaupa borvél til þess að setja upp spegilinn fyrir prinsessuna. Elduðum svo góðan mat og gott brauð heima um kvöldið.

Planið var svo að keyra til Köben á þriðjudeginum og vera þar saman, og svo ætluðu mamma og pabbi að vera þar eftir eina nótt áður en þau færu heim. Við fórum til Köben, höfðum það gott, versluðum smá, en mamma og pabbi komu samt heim aftur með okkur því það var bara ekki eitt einasta hótelherbergi laust á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu. Ótrúlegt alveg á þriðjudagskvöldi! Þannig að um hálftólf þegar við gáfumst upp á að leita meira þá keyrðum við bara öll saman aftur til Óðinsvé. Og hvað er annað hægt að gera í bílferð svona seint og maður er ekki að keyra en að fá sér smá öl



En jæja nú er þetta orðið alveg helvíti langt, en þetta var alveg frábær heimsókn og get bara ekki beðið eftir að fá þau aftur í heimsókn. Takk fyrir allt elsku mamma og pabbi, þið eruð best í heimi;*

Hérna lauk svo ferðinni, mamma og pabbi að bíða eftir lest til Kastrup á lestarstöðinn í Nyborg, og ég hinum megin við teinana að bíða eftir lestinni aftur til Odense;)



Skemmtilegur endir á góðri ferð;) Setti svo inn fleiri myndir hérna sem er gasalega skemmtilegt að skoða;) Mæli sérstaklega mikið með þessari og þessari;)

OMG var svo ekki alveg búin! Þarsíðasta föstudag skildum ég og Gummi mömmu og pabba ein eftir heima seinnipartinn því það var smá vinnudjamm planað. Það var spilaður fótbolti og Rundbold (sem er bara eiginlega eins og kíló) og ég spilaði með rundbold liðinu. Dagurinn var svo endaður í partýi með músík og tilheyrandi. Mikil skemmtun og mikið gaman, og seint um síðir og nokkrum bjórum seinna þegar við vorum á leið heim, var komið að Gumma að eiga í erfiðleikum með að hjóla heim;) Ég datt ekki neitt!!! haha!



sexyyy...



Við unnum að sjálfsögðu, fengum bikar og allt;)



Jæja, nú er ég hætt, setti líka inn fleiri myndir frá þessum degi hérna


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives