ææ...

|

..þetta fór ekki vel hjá okkur íslendingunum í kvöld! Verð að segja að leikurinn síðasta laugardag var mun skemmtilegra, sennilega af því að þá unnum við. En jájá, strákarnir okkar voru bara alls ekki að spila vel, allavega ekki í fyrrihálfleik, héldu boltanum ekki í meira en 5 sek og gátu bara ekki neitt greyin. En ég hef fulla trú á þeim, þetta kemur allt saman, ungir og efnilegir strákar:)

Skólinn er byrjaður á fullu, ekkert með að byrja hægt eins og hérna í den;) Ég er samt búin að vera rosa dugleg, er ein af þeim fáu sem að er búin að lesa samkvæmt "lesiplaninu" svo það er nú bara ágætt;) Bækurnar eru á ensku, HEAVY ensku...eitthvað hefur farið úrskeiðis í enskukennslunni í menntó því þetta hef ég aldrei séð áður. En jæja, reglan með að "skilja bara samhengið" hefur nýst mér. Svo fer maður í fyrirlesturinn og vonast til að fá þetta útskýrt, en nei þá talar kallinn bara með míkrófóninn ofaní koki og maður heyrir ekki eða skilur orð. En þetta er bara í líffræðinni, því ólíkt held ég bara öllum öðrum í bekknum mínum finnst mér efnafræði æðislega skemmtileg. Ég er búin með það mikið í efnafræðinni að mikið af því sem við erum að læra í henni núna í byrjunni er ég búin að læra. Þó ég muni það nú ekki alveg í díteilum, þá situr þetta inní heilanum og ég veit þetta kemur fram bráðum. Er mjög ánægð með það og held (eða meira vona) að hún eigi ekki eftir að vera vandamálið!

Okkur var svo skipt í læsegrúppur í dag. Okkur var bara skipað að fara í hópa, en yfirleitt er það nú bara bekkurinn sjálfur sem velur sig í þessar grúppur en þetta er víst eitthvað nýtt sístem hjá þeim, og allavega fyrstu vikurnar er manni skipað í hópa. Þetta er semsagt fólkið sem ég kem til með að læra hvað mest með, hjálpast að þegar einhver skilur ekki eitthvað o.s.frv. Hljómar vel, og mér líst vel á mína grúppu svo ég vona bara að hún komi til með að virka vel og við náum vel saman, þannig að þetta hjálpi manni nú eitthvað. Þau í mínum hóp voru hæst ánægð með áhuga minn á efnafræði, því engin af þeim skildi neitt.

Stundataflan mín er með þeim flóknari sem finnast. Hef aldrei séð annað eins. Ef einhver hefur áhuga á því, veit ekki af hverju hann ætti að hafa það, en þá getur hann stúderað hana hér
Hún skiptist frá viku til viku, og þess vegna þarf ég á hverjum degi að vera með á hreinu í hvaða viku ég er til þess að geta fundið út hvaða tíma ég á að fara í og í hvaða stofu! Kem semsagt aldrei til með að læra þessa stundatöflu utanað! Það eru einn stóóóór kostur við hana og einn stóóór galli. Ég er í fríi alltaf í fríi á fimmtudögum, eða þangað til í viku 45, sem er einhvertíman í nóvember, svo það er mjög gott. Gallinn er svo að föstudagurinn er eini dagurinn sem er alveg pakkaður. Frá 8-5 stanslaust...en jæja, ætli maður meiki það nú ekki, þar sem þetta er nú eini dagurinn sem þarf að mæta 8;)

Það er svo fimmtudagur á morgun, jebb, er í fríi, en þar sem metnaðurinn er að fara með mig á að mæta upp í skóla í fyrramálið og læra að sjálfsögðu. Er að spá í hvort ég eigi að hafa mig í það að hjóla loksins, tæpir 8 km. Er búin að taka strætó alla dagana, en er jafnvel að spá í að taka þetta á hjólinu...úfff...æ kemur í ljós þegar ég vakna!

Gummi ástin mín er komin með nýja vinnu. Fékk vinnu á Grand Hotel niðrí miðbæ, ekkert slor! enda er ég búin að plana ferðir út um allt þar sem þetta hótel finnst því hann fær afslátt;) Hann er í móttökunni, fulldressaður og fínn. Ég þarf samt að sofa ein og hafa engan til að kúra hjá í einhverjar nætur því þetta er að hluta til næturvinna hjá honum:( ætli maður verði nú samt ekki að lifa með því! Vona bara mest af öllu að honum finnist þetta skemmtilegt, því þá er nú kannski minna mál með að ég þurfi að sona ein;) Við getum þá allavega borðað morgunmat saman, hann að koma heim og ég að fara:)

En ég ætla að fara að koma mér í háttinn, enda eins og ég sagði, metnaðurinn að fara með mann og maður sagði nei við boði um djammi í kvöld (þó ég sé í fríi á morgun, hvað var ég að pæla??) og það verður bara tekið á því í lestri á morgun, enda fer helgin ekki í mikinn lestur því þá er nefninlega rustur;) þar verður heldur betur tekið á öllu öðru en lestri;)
Skelli inn einni mynd af bekknum, ég alltaf jafn falleg, ekki að spurja að því. Skellti hring utan um þá sem eru í lesigrúppunni. Strákurinn sem er með mér heitir Peter, en kýs að láta kalla sig Tank. Er ekki enn búin að finna út af hverju...!


|

Síðasta vika er búin að vera crazy! Kynningardagar í skólanum og svo partý hvern einasta dag.
klukkan er að verða þrjú hérna hjá okkur en ekki er mín farin að sofa.
Ég var að koma heim úr bænum (nei, er ekk full)! Við byrjuðum daginn á að fara á Ryans þar sem við sáum Ísland rústa Norður Írlandi, uss ef það barasta kom ekki upp smá þjóðarstolt. Þeir voru að spila helvíti vel og áttu þennan sigur skilinn! Vona bara að þetta sé það sem koma skal!
Jæja, það var svo planað háskólapartý fyrir nýnema á skemmtistað hérna, frír bjór frá hálfátta og mín var mætt um, jaa rétt fyrir átta. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það voru fáir á staðnum. Við vorum 2 úr mínum bekk og þar af leiðandi mjög leiðinlegt fyrir mig, og mjög fáir úr hinum bekkjunum sem var leiðinlegt fyrir alla sem mættu ekki, það var frír bar! Ótrúlegir danir, mæta 5 mín fyrir í allt sem maður býður þeim í, en þarna gátu þeir ekki mætt!
En jæja, ég er samt nýkomin heim. Eftir að hafa hangið aðeins á þessum skemmtistað þá færði ég mig yfir annað þar sem ég þekkti allavega einhvern. spilaði smá pool, dansaði smá og hafði gaman. Kem svo heim núna, ekki full eins og ég sagði áðan, en jæja kannski smá í glasi (sorry mamma)!
Það er komið ár síðan við fluttum hingað út og ég hef ekki séð eftir neinu. Það er búið að reyna virkilega á en þetta er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt. En er þá komið nóg?? eigum við kannski bara að fara heim? erum búin að prófa þetta og ég komst hvort eð er ekki inn í læknisfræðina þetta árið þannig að what am i doing here?? jebb, er nefninlega að spurja sjálfa mig að þessu. Ég er nýbyrjuð í líffræðinni, fyrstu dagarnir voru skemmtilegir, en það er líka búið að kynna okkur aðeins fyrir innihaldið námsins, og þó ég hafi verið búin að kynna mér það á netinu þá var ég ekki alveg að fá sömu upplýsingar. Þessi líffræði er allavega ekki að hljóma neitt gríðarlega spennandi, en jæja, fyrsta árið svosem er allt í lagi. En ég hugsaði þetta líka bara þannig að ég ef ég tæki þetta ár, þá ætti ég meiri líkur á að komast inn í læknisfræðina næsta ár! Vona bara innilega að þetta ár innihaldi ekki mikið af einhverri plöntufræði og svoleiðis, úfff....það færi alveg með mig!
Bara svona svo til að halda ykkur við efnið ætla ég að sýna ykkur lærið á mér lýtur út (ég veit, ekki æla folkens!!) Það er nú saga að segja frá því hvernig þetta gerðist! Ætla samt ekki að segja ykkur hana!
úbbs tapaði mér aðeins - note to self, ekki blogga eftir bæjarferð á laugardagskvöldi. En fyrst við erum nú að þessu núna, ætla ég að leyfa ykkur að fylgjast með framvindu mála á marblettnum (aha, sexy ég veit)Ekki mjög góð mynd, en það eru komnar allskyns skemmtilegar litabreytingar í hann. æ þetta er svo skemmtilegt!!
En skólinn byrjar fyrir alvöru á morgun, byrjar með skemmtilegum fyrirlestri í efnafræði. Þarf að vísu ekki að mæta fyrr en 12, sem er nú bara gott mál:)
En partýið er ekki búið. Næsta helgi fer nefninlega í það sem heitir rustur, en þá er farið með okkur öll í bústað og við höfð þar alla helgina. Þar verður brallað margt og mikið, og m.a. er þema á laugardagskvöldinu og þemað er barnaafmæli. Dressið mitt er á leiðinni í pósti, afar fallegur kjóll sem ég er búin að eiga lengi. Held ég eigi eftir að taka mig vel út í honum í "barnaafmælinu";) aldrei að vita nema einni mynd verði smellt af;) En nú er svo bara málið að fara að koma sér í skólagírinn, sem er búin að vera í dvala lengi og fara að koma sér af stað!!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives