|

Afar viðburðaríkur dagur í lífi Siggu...

Var vakin með símtali klukkan 7 og spurð hvort ég væri til í að koma að vinna í þvottahúsinu - Mjög fínt!

Kíkti í spegil, tvær nýjar bólur í andlitinu - oj

Missti af strætó og kom aðeins of seint - Ekki fínt, en var samt beðin að mæta aftur á morgun!

Eyddi sex klukkutímum í að brjóta saman þvott, ekki alveg my thing - En hefði kannski verið fínt ef að þetta hefði verið minn eigin þvottur

Smakkaði í fyrsta sinn alvöru danskt smörrebröd - mmmmmmm....það var obbbbosslega gott!!

Var búin klukkan 3 að vinna, þá missti ég aftur af strætó - það var ekki fínt!

Kom heim, náði varla að anda áður en ég þurfti að hjóla af stað í skólann, í grenjandi rigningu - ekki heldur fínt!

Nú er ég komin heim og er að borða cup noodle soup...ég vissi að ég hefði ekki átt að setja spicy sósuna út í - ég er að brenna! (skil heldur ekki af hverju það eru grænar baunir í núðlusúpunni...?!?!)

Svo er ég búin að drekka allt of mikið af "pissukaffi" í dag - það er ekkert sérstaklega gott!

Í dönskuskólanum er ca 80% af öllu fólkinu múslimar. Ég er að reyna að vingast við eins marga og ég get svo að þeir sleppi því að sprengja mig ef að þeir ákveða að grípa til svoleiðis ráðstafanna - það gengur hægt!


...mmmm, svona fékk ég:)

...en nú er ég alveg bókstaflega að brenna, ég ætla að hætta að borða núðlusúpuna!!!


|

Ég og Gummi fórum á laugardagskvöldið að aðstoða á þorrablóti í Horsens. Fórum ásamt nokkrum öðrum íslendingum hérna frá Odense og það var bara rosa gaman. Lögðum af stað héðan eitthvað um hálfsex og komum ekki heim fyrr en um 6 morguninn eftir. Þurftum eitthvað smá að vinna svona inn á milli, en annars stóðum við bara inní eldhúsinu og borðuðum afgangana og máttum fá okkur bjór! Þar sem við fórum ekki á þorrablótið hérna þá var mjög fínt að fara þarna og fá smá íslenskt að borða, svo er líka alltaf mjög gaman að fá ókeypis bjór. Stungum líka nokkrum oní tösku áður en við fórum, bara svona smá nesti;) máttum líka taka með okkur mat, Gummi tók með sér dollu af plokkfisk og ég tók með mér fullt af saltkjöti...veisla hjá okkur;)
Einn af okkur dó svo bara í bílnum á leiðinni heim...við komum aftur á móti hress heim og drukkum aðeins fleiri ókeypis bjóra;)
Biggi bróðir og Rósa eignuðust svo litla sæta stelpu í morgun:) Rosa sæt og fín, sem er ekkert skrítið, enda komin af mjög fallegu fólki;) vildi smá að ég væri á íslandi núna til að geta séð litlu frænku, annað sinn sem maður missir af að sjá litlu frændsystkinin nýfædd en það er nú í lagi, ég sé hana vonandi einhvertíman fljótlega;*


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives