|

Það er allt að gerast í baunalandinu núna...mín bara búin að fá vinnu:D fékk símtal á miðvikudaginn þar sem mér var sagt að Odense universitets hospital vildi bjóða mér vinnu!! byrja samt ekki fyrr en í viku 9, hér er allt talið í vikum, en það verður þá einhvertíman um mánaðarmótin! mikil gleði, mikið gaman! Þessu var svo fagnað með einu skáli á Ryan´s og horft á fótboltaleik sem fór samt ekki alveg eins og við vildum!

Það var nú ekki gaman í gær, horfa á íslendingana tapa fyrir noregi, leikur sem maður hélt bara að væri unninn! Maður hélt svo ennþá í vonina um að rússarnir myndu rústa dönum, en neinei danirnir tóku sig bara til og rúlluðu yfir rússana, íslendingarnir þá bara heim að pakka! Markvörðurinn hjá rússum var án efa maður leiksins!

En nú eru allir múslimar brjálaðir út af þessum teikningum sem eru að birtast í blöðum út um allt, sprengjuhótanir og læti út af nokkrum teikningum. Fann hérna mjög góða grein sem birtist í einhverju blaði hérna...endilega kíkja á þetta hérna.


|

Mín fór bara í vinnuviðtal í gær! mjög spennandi jobb á spítalanum! ég hélt að þetta væru mest bara þrif en þetta er víst mun meira en það. Viðtalið gekk mjög vel en samt sem áður voru þeir eitthvað hræddir um tungumálið, því mér var sagt að ef að ég myndi misskilja eitthvað mjög illa þá gæti það bara verið spurning um líf eða dauða..úfff!!! en ég er allavega að bíða eftir símtali frá þeim! Mér var sagt að ef ég fengi ekki vinnuna þá væri það bara út af tungumálinu, sem er kannski hrós....eða hvað?!
Ef að þetta gengur ekki þá verður dagurinn á morgun tekinn snemma, farið á hjólið og hjólað á ýmsa staði, fólki verður hótað og ég fæ vinnu!

Annars er nú bara allt það sama hjá okkur...skítakuldi og snjór ennþá hérna hjá okkur, æðislegt að hjóla!

Svo er um að gera að kenna börnunum að svara fyrir sig eins fljótt og hægt er eins og foreldrar þessa barns hafa greinilega gert...þetta er orðin svo harður heimur í dag...



Mín fór bara í vinnuviðtal í gær! mjög spennandi jobb á spítalanum! ég hélt að þetta væru mest bara þrif en þetta er víst mun meira en það. Viðtalið gekk mjög vel en samt sem áður voru þeir eitthvað hræddir um tungumálið, því mér var sagt að ef að ég myndi misskilja eitthvað mjög illa þá gæti það bara verið spurning um líf eða dauða..úfff!!! en ég er allavega að bíða eftir símtali frá þeim! Mér var sagt að ef ég fengi ekki vinnuna þá væri það bara út af tungumálinu, sem er kannski hrós....eða hvað?!
Ef að þetta gengur ekki þá verður dagurinn á morgun tekinn snemma, farið á hjólið og hjólað á ýmsa staði, fólki verður hótað og ég fæ vinnu!

Annars er nú bara allt það sama hjá okkur...skítakuldi og snjór ennþá hérna hjá okkur, æðislegt að hjóla!

Svo er um að gera að kenna börnunum að svara fyrir sig eins fljótt og hægt er eins og foreldrar þessa barns hafa greinilega gert...þetta er orðin svo harður heimur í dag...


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives