Ég og Gummi skelltum okkur til Köben um helgina sem var bara stuð eins og maður segir! Mættum í partý hjá Rannveigu, systur Gumma og Thomasi. Þar fengum við alveg ótrúlega góðan mat að borða og hittum fullt af nýju fólki. Það voru svo margir öllarar sem voru drukknir það kvöld og ástandið daginn eftir eftir því;) Tókst samt að hitta Ástrósu á sunnudeginum, var nú ekki nema hálftími, en rosa gaman að hittast;)

Vinnan en farin að ganga ótrúlega vel, er búin að vera látin vera ein nokkrum sinnum og það hefur alltaf gengið vel og ég er bara stolt af sjálfri mér:) Er reyndar nýbúin að fá klossana mína og hef komist að því að klossar eru ekki þægilegir og ekki gerðir fyrir fínu breiðu fótana mína! Shit man, hefði kannski átt að velja að fá mér sandala, en mér hefur alltaf fundist það svo "kúl" að vera í klossum þannig að ég valdi þá, semsagt áður en ég vissi hvað þeir voru óþægilegir! Er nú samt aðeins búin að ganga þá til svo þeir eru ekki alveg jafn óþægilegir eeeen samt...!

Í dag var ég á bráðamóttökunni, reyndar ekki alveg ein, en var nú samt ekki eins og hundur í bandi allan daginn! Það er kannski ljótt að segja það, en það skemmtilega við daginn í dag var að það gerðist eitthvað spennandi! Finn til með fólkinu sem lenti í einhverju slæmu, en til þess að ég læri hlutina verð ég víst að sjá þá.
Það sem situr mest í mér eftir daginn er ung stelpa sem var keyrð inn í sjúkrabíl! Ég mæti sjúkraflutningamönnunum með þessa "crazy" stelpu eins og ég hugsaði þá sem bara öskraði og öskraði! (Hún var útlensk svo kannski hafa það verið hálfgerðir fordómar þegar ég hugsaði "crazy") Ég vissi svo ekkert meira um þessa stelpu fyrr en við vorum fengin til að koma og keyra hana frá bráðamótökkunni. Þá labba ég inn á stofuna þar sem það stendur lögga og er að yfirheyra stelpuna, heyrði semsagt allt sem fram fór! Það kemur þá í ljós að þessi stelpa er 18 ára, komin 7 mánuði á leið. Kærastinn hennar, sem er aðeins eldri hafði semsagt barið hana sundur og saman! Hent henni utan í veggi, hótað að skera hana í andlitið, sparkað oft í bakið á henni, og það sjúkasta að hann sparkaði margoft í magann á henni, semsagt í litla barnið þeirra! Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta og í gær hafði hann víst bitið 2 ára son þeirra sem þau eiga fyrir! Löggan var líka soldið hissa þegar hún sagði þetta og ætlaði að leiðrétta hana "meinaru að strákurinn beit pabbann??" Nei, pabbinn beit strákinn!
Það var búið að handtaka kærastann hennar og löggan sem yfirheyrði hana bað hana vinsamlegast um að biðja frænda sinn að hætta að leita að honum, það væri ekki þörf á fleirum sjúklingum á sjúkrahúsið!
Hann ítrekaði við hana að hún yrði að halda fast í sína sögu, ekkert það að sættast við hann á morgun! Hann á að fara í fangelsi fyrir þetta og það gerist ekki nema hún haldi fast við sína sögu!

Þetta er svona hlutur sem maður vill eiginlega ekki trúa en gerist samt! Hvað fær mann til þess að ráðast á ólétta konu, sem í þokkabót á von á hans barni? Það leiðinlegasta við þetta allt saman finnst mér bara að hún á örugglega eftir að sættast við hann á morgun þegar hann kemur upp á spítala til hennar með blóm, einfaldlega vegna þess að hún þorir ekki öðru!
Ég veit að maður á ekki að taka vinnuna með sér heim, en ég sit samt hér og óska þess bara að það sé allt í lagi með litla barnið og að þessi strákur fari í fangelsi í langan tíma!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives