"samarbejde"

|

Jæja, orðið ansi langt síðan maður skrifaði eitthvað hérna. Margt og mikið búið að gerast síðan síðast. Búin að fá skýrsluna góðu til baka og skila annari..hah!!
En já, ég var ekki með miklar væntingar til skýrslunnar góðu. En þegar sá sem fór yfir hana kom með hana til okkar stóð bara á henni "fint, bestået". Það eina sem var sett út á voru smávægilegar stafsetningarvillur, er greinilega bara eitt m í bestemt og svoleiðis;) en ekkert smá sem ég var ánægð með þetta, þar sem að nánast allir aðrir þurftu að laga eitthvað smá í sínum skýrslum..muhahaha! Var ennþá stoltari þar sem að þessi skýrsla var eiginlega bara mín skýrsla og Mikkel labpartner fékk að setja nafnið sitt á hana. Neiiii...hvernig læt ég, hann gerði forsíðuna!! en já, samarbejde...mmhmm!! Skiluðum svo annarri skýrslu í dag. Var búin að ákveða að þetta yrði ekki bara mín skýrsla, heldur þyrfti hann nú að gera eitthvað. Hittumst svo í morgun og hann ekki búin að gera helminginn af því sem hann átti að vera búin að gera. Ég var samt með mitt "backup" plan og var búin að gera mest af því. En jæja, svona er þetta nú. Held samt að næst segi ég bara strax að hann geti bara gert sýna sjálfur! nenni nú ekki svona vitleysu sko...en jæja, nóg af dissi!!

Fyrir einni og hálfri viku héldum við í bekknum fredagsbarin í skólanum. Danir eru voða mikið fyrir þema dót, og að sjálfsögðu var þema á fredagsbarnum. Sjórængingjabar varð fyrir valinu. Sumir gerðu meira úr búningum en aðrir, og sumir gerðu ekki neitt eins og ég:S en það var nú hent í mig einhverri "sjórængingjaskyrtu" svo ég yrði nú ekki alveg eins og hálfviti?!? Bærinn var svo tekin með trompi þegar fredagsbarnum lokaði og endaði á mjög svo ljúffengu morgunverðarhlaðborði! Hef aldrei vitað annað eins, sló algjörlega út einhverja pizzusneið sem er þetta vanalega!
Fór svo í mjög áhugavert afmæli þarsíðustu helgi. Ein úr bekknum sem býr í svokölluðu kolonihave. Ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn og svona, klósettið virkaði semsagt bara eins og kamar. Mér var nú samt sagt að ef ég þyrfti að gera eitthvað stórt þá gætu þau náð í vatn til að hella ofaní..jámmm...ekki það að ég hefði viljað gera stórt þarna því engin var klósetthurðin eða klósettveggirnir, bara gardínur. Já, ótrúlegt hvað sumir geta búið við. Er ekki búin að vera dugleg að taka myndavélina með svo ekki á ég neinar myndir af þessu!

Í síðustu viku var svo frí í skólanum. Maður ætlaði auðvitað að vera duglegur að læra og svona, eeeenn allt í einu var fríið bara búið. Ég gerði nú smá til að friða samviskuna en mest var bara slappað af. Skellti mér líka á fyrstu fótboltaæfinguna og um helgina spilaði ég svo bara minn fyrsta leik;) Fór ekki alveg nógu vel, en gaman að spila fótbolta!

Ekki versnaði það nú svo þegar maður horfði á Man utd vinna Liverpool!! Þar sem ég sagði ykkur frá leyndarmálinu mínu með buxnaklaufina verð ég líka að segja ykkur þetta. (ekki lesa ef þú ert í tíma ástrós!!) Við vorum semsagt að hjóla niðrí bæ, einmitt á leiðinni á leikinn. Mættum svo fólki sem við þekkjum og stoppum smá til að spjalla. Ég sit í makindum mínum á hjólinu, kyrrstæð semsagt, og þar sem lappirnar eru ekki svo langar tekur það soldið á að vera að teygja mig niður til þess að ná niðrí jörðina. Ég ætlaði þá voða smoothly að vippa mér yfir á hina löppina, en það fór ekki betur en svo að mín gjörsamlega hrundi í götuna, um hábjartan dag á miðri gönguötu Óðinsvéa, bláedrú meira að segja. Úfff þetta var smá vandræðalegt og Gummi vill meina að ég hafi algjörlega misst coolið. Fékk meira að segja sár á hnéð við þetta allt saman!

En í næstu viku er það svo fyrsta prófið, svo nú verður maður að byrja að vera duglegur! En samt alltaf gott að segjast ætla að byrja á morgun, eins og ég ætla að segja núna! Í fyrramálið klukkan 8 hefst þetta allt saman, tek daginn í dag í að búa mig andlega undir þetta!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives