|

Það er spurning......

...af hvaða tilefni ætli maður setji þennan svip upp...???

sá sem veit það fær *verðlaun*


|

Jæja, home sweet home!

Það var alveg frábært að fara aðeins "heim" um jólin, hitta alla og hafa gaman. Maður fattar alltaf betur og betur hvað maður á góða fjölskyldu sem vill allt fyrir mann gera;) Gott að koma aðeins heim í gamla góða Norðurtúnið og vera hjá mömmu og pabba:)
Jólin voru bara mjög fín eins og þau eru nú alltaf, fengum góðar og fínar gjafir, takk fyrir mig:)

en já hlutirnir gerast hratt, milli jóla og nýárs sótti ég um að fara í fararstjóraskóla. Allt mjög spennandi, þriggja vikna námskeið í Egyptalandi á lúxus hóteli með alveg huuuuge sundlaug, draumur bara. mjög spennandi að eiga svo bara að fara að vera fararstjóri einhverstaðar í heitu og góðu landi, sól og sumar. Ætlaði meira að segja að fresta læknisfræðinni til þess að upplifa smá svona ævintýri. Ég fór svo í viðtal í kaupmannahöfn, tveim klukkutímum eftir að ég lenti hérna í danmörku, lufsuleg og fín;) Strax í byrjuninni á viðtalinu þá minnkaði aðeins spenningurinn. Launin í þessu eru mjög lá og maður gæti verið sendur á einhvern stað í hálft ár, án þess að koma heim. En samt auðvitað gaman að prófa eitthvað svona. Ég kom mér í gegnum viðtalið á dönskunni minni, þurfti að svara mjög óvæntum spurningum sem ég bara var alls ekki með svör við. Ég átti svo að hugsa málið yfir helgina og þau ætluðu að gera það sama. Ég var mjög efins um hvað ég ætti að gera, en svo hringdi konan í morgun og sagði að hún hefði fengið það á tilfinninguna að ég væri ekki alveg nógu spennt fyrir þessu, ekki búin að kynna mér þetta nóg o.s.frv. þannig að þá var það bara búið. Leiðinlegt en samt er ég nú ekkert að gráta. Ég veit það kemur eitthvað annað í staðin og nú heldur maður bara áfram og kemst bara inn í lækninn í haust:)

Erlingur kom svo í heimsókn til okkar áður en við komum, lenti á undan okkur, hitti okkur svo í Köben þar sem við skelltum okkur á mjög ævintýralegt djamm. Tókum svo lestina heim einhvertíman á laugardagsmorgun. stuuuð...! Höfum bara tekið því rólega síðan þá;)

Ég vona bara að ég hitti sem flest ykkar aftur mjööög bráðlega, að sjálfsögðu hér í Danmörku;)


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives