|

Þegar ég mætti í vinnuna á fimmtudaginn, var mér réttur síminn, lyklar og allar græjur og sagt að í dag ætti ég að sjá um að svara í símann, koma skilaboðunum áleiðis og gera það sem átti að gera! Fór yfir um af stressi þegar mér var sagt þetta, svitnaði köldum svita og hjartslátturinn alveg á milljón! Fyrir utan það að vera látin vera með síman, þá var sú sem var að fylgja mér, og sjá til þess að ég gerði allt rétt, kona með mestu moodswings sem finnast! Það gerði það að verkum að ég var yfir stressuð allan daginn, og það er ekkert þægilegt! En þegar klukkan var orðin svona 7 þá talaði konan sem var yfir við mig, og sagði mér að ég væri ekki sú fyrsta sem gæti ekki unnið með Gitte, og hún sagði mér að ég þyrfti ekki að vera aftur með henni næsta dag! mikilll léttir að heyra það, og restina af kvöldinu fékk ég að vera bara ein og það gekk fínt!

Eeeen.. það var ekki búið að ganga alveg svona fínt allan daginn! Ég misskildi ein skilaboð og hélt ég ætti að ná í röntgenmyndir en þá átti ég að ná í SJÚKLING í röntgen en ekki bara myndir. það var svosem ekkert alvarlegt, en það sem var alvarlegt var þegar ég misskildi skilaboð og það kom síðar í ljós að þetta voru lífsmikilvæg (veit ekki alveg hvernig þetta er á íslansku, livsvigtigt á dönsku) sýni einhver sem þurfa að komast í greiningu innan 10 mín! SHITTTTTT....gat ekki mikið annað sagt þá! Mér leið alls ekki vel þá, en var sagt að hugsa ekki meira um þetta, það hefðu allir prófað að vera nýjir og allir gert mistök! Gott að heyra, en ég gat samt ekki hætt að hugsa um þetta! Fyrir utan þetta þá gekk nú dagurinn bara ágætlega.... Lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir Siggu, að hafa prófað í fyrsta skipti að vera með símann!!! Fékk svo gott nudd frá honum Gumma mínum þegar ég kom heim, losaði aðeins um allt þetta stress ;)

Var svo í gær staðsett á bráðamóttökkunni með alveg æðislegri konu, laus við allt stress og leið mjög vel! Sá um símann og gerði engin mistök! Gerðist reyndar ekkert "merkilegt" á bráðamóttökunni í gær, mest fólk sem var bara keyrt í röntgen og svo til baka! En "merkilegt" þýðir þá að það voru engin alvarleg bílslys eða álíka! Góður dagur verð ég bara að segja! Ég var með skrefateljara á mér allan daginn, og í lok dags hafði ég labbað rúmlega 13000 skref, eða um 8 km. sem mér finnst ekki mjög mikið miðað við hvað maður getur komist upp í þarna. Bráðamótakan er við hliðin á kaffistofunni okkar svo það var aldrei langt að fara! Verður spennandi að sjá hvað maður kemst upp í þegar maður þarf að þræða alla kjallarana!
Veit svo ekker hvar ég verð í dag, vona bara það besta;)

Gummi fór svo í viðtal þarna á spítalanum, mín sko með sambönd all over;) vantar víst voða mikið fólk þarna og Gummi ákvað að hringja! Fær svo að vita meira eftir helgi um hvernig það gekk!

Ég horfði á videoið við eurovision lagið okkar, var líka í fyrsta skipti að heyra það á ensku! Geðveikt, held að við rústum þessu dæmi bara!!!


Vinnan...

|

Jæja, þá er ég byrjuð aftur í vinnunni! Ákvað í gær að mæta tímanlega, því ég vissi að ég þyrfti að finna staðinn þar sem ég þarf að sækja vinnufötin, og eftir það finna leiðina að skápnum mínum! það er bara meira en að segja það, þar sem kjallarinn þarna er bara endalausir gangar út um allt! Nánast hvar sem þú stendur er hægt að fara til hægri, vinstri, eða áfram! Mér tókst að finna fötin og ákvað svo að labba af stað og vona að ég rækist á Garderobe T, þar sem skápurinn minn er staðsettur! ég fann það auðvitað ekki, en fann lyftu sem ég kannaðist við, sem er btw langt frá skápnum mínum þannig að ég var greinilega komin laaaangt frá honum, en tók hana upp og tókst að finna skápinn minn þaðan.
Maðurinn sem var yfir var alveg frábær! sagði mér ekkert að hafa áhyggjur, þetta kæmi allt saman! hann ætlaðist ekkert til að ég lærði þetta allt á einum degi! fékk nú samt eitt verkefni ein, þurfti að ná í blóð í blóðbankann og fara með það upp á O-2, var mjöööög stolt af sjálfri mér þá;)en ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu, held að þetta eigi allt eftir að ganga, bara ef ég fæ smá tíma til þess að komast inn í þetta allt saman! Tekur aðeins lengri tíma fyrir mig út af tungumálinu, en vona bara að þau skilji það í staðin fyrir að henda mér bara út;)
Ég tók meira að segja þátt í umræðunum á kaffistofunni og spjallaði helling við fólkið! "bondaði" soldið við eina stelpuna þarna, jafngömul og ég og við gátum spjallað alveg helling saman. það er mun skemmtilegra en að sitja bara út í horni;)
En ég komst nú að því að það væru ekkert bara við vitlausu íslendingarnir sem áttum erfitt með að fá vinnu hérna, þessi stelpa er búin að vera atvinnulaus alveg heillengi og eins og ég, búin að sækja um vinnu á ca 20 leikskólum! þannig að við vorum báðar jafn þakklátar fyrir að fá þessa vinnu!

Svo er Gummi nánast komin með vinnu á Radison SAS hótelinu hérna í Odense. Fórum þangað í gær þar sem við hittum Margaritu, sem er með mér í dönskunni og er búin að vinna þarna í mööörg ár, og Gummi spjallaði við hana og fór í útsýnisferð um hótelið! eins gott að nýta samböndin sko;)

Svo er það vinna í dag og frí á morgun! er svo að vinna um helgina og fékk að vita að maður er aldrei að vinna tvær helgar í röð, þannig að ég get farið og hitt Ástrósu og kannski bara Heiðu líka í Köben þarnæstu helgi:D Vonandi komumst við bæði til Köben og verðum yfir helgina, en Gummi veit bara ekkert hvor hann yrði kannski að vinna þessa helgi þannig að það kemur nú bara í ljós!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives