E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Þá er maður búin að halda sér frá óhöppum allavega síðustu 4 dagana, er líka búin að vera svo löt og taka strætó í skólann þessa vikuna, þó ég hati það mest af öllu!! En já þrátt fyrir hatrið, er háltíma hjólatúr í rigningu og roki ekki alveg það sem heillar mann þegar maður er nývaknaður. Svo fór hjólið mitt heldur ekkert vel út úr byltunni þarna á laugardaginn og framdekkið mitt snýst hálf einkennilega, eeen planið er nú samt að hjóla á morgun. Veðurspáin fína sem Gummi er búin að setja upp hérna í tölvunni svo maður geti alltaf séð hvernig veðrið er segir að það eigi að vera smá sól og sunnan átt, 8m/s. Það getur ekki verið svo slæmt.

En skólinn er alveg á fullu, maður ætti kannski að vera að gera aðeins meira en það er nú eins og það er. Fyrir utan það er nú alveg hellingur í gangi hérna á Middelfartvejnum. Gummi bara á leiðinni til Köben næstu tvær helgar svo maður verður bara grasekkja á meðan, segir maður það ekki?? ætli ég reyni ekki að nota þessar helgar í að lesa..hmmmhaahmm..!
En fyrir utan það allt þá erum við nú að koma heim í jólafrí eftir rúmlega mánuð, og svo er planið jafnvel bara að koma aftur heim í febrúar og fara bara ekkert aftur. Inntökuprófin í lækninn heima verða bara tekin með trompi, eða það er planið;) Gummi minn ætlar að fara að vinna aftur við það sem honum finnst skemmtilegt og er bestur í (þó hann sé nú góður í svooo mörgu öðru;) )! Hótel mamma fær að njóta samveru okkar í einhvern tíma, en maður reynir nú kannski að þvo sjálfur og svona, svo maður fari nú ekki alveg með hótel mömmu sem er orðið allt of góðu vant;) Ekkert barn búið að búa á álftanesinu í næstum eitt og hálft ár;)
Margt að gerast og mikið að pæla, ekki það að við höfum það ekki gott hérna í danmörkinni með tuborg góða, en þá er bara mikið sem maður saknar! Þá erum við ekki að tala um veðrið!

Já folkens, nýjir tímar framundan!!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives