Núna held ég bara að ég fari að leggja hjólinu mínu!!
Við skelltum okkur á fimmtudaginn í mat til Katrínar og Bögga, þar sem að hann Bjössi var í heimsókn hérna í Odense. Nokkrir jólabjórar runnu niður með matnum og alveg mjög gaman! Ég ákvað þess vegna að vera löt á föstudeginum og fór ekki í skólann, æ bara tveir tímar sem ég missti af svo það var nú ekkert voða mál.
Seint um síðir hjóluðum við svo af stað heim í rólegheitunum. Vorum að hjóla niður göngugötuna þegar við sjáum þennan brjálæðing á hjólinu, sikksakkaði svona fallega um götuna. Jájá, ekkert mál, beygi bara fram hjá honum, en neinei, hann bara hjólar svona fallega fyrir mig og úr því varð þessi líka fínasti árekstur! Ég tek eina góða flugferð og man bara að ég ligg á götunni með fullt af fólki í kringum mig að spurja hvort allt sé í lagi. Held ég hafi bara fengið svona hálfgert sjokk, því ég mundi bara ekki neitt eftir neinu, var semsagt bara að beygja og svo ligg ég á götunni! Það varð svo allt brjálað þarna á götunni eftir þennan fína árekstur, og lá við slagsmálum. Við ákváðum þá bara að drífa okkur heim! Ekki sniðugt, erum ekkert smá reið út í þetta heimska og vitlausa fólk! Hverjum dettur í hug að hjóla fyrir aðra manneskju?!?! En sá sem hjólaði á mig, sem ég sá aldrei, hljóp víst bara í burtu og faldi sig bakvið horn í fósturstellingunni!!
Hjólið mitt greyið kom verst út úr þessu öllu saman. Mátti nú ekki við miklu eftir að ég datt síðast, framdekkið mitt er alveg keng beyglað og allt í vitleysu. Hægt að hjóla á því, en það er nú ekkert þægilegast í heimi;)

Skemmtilegt, man varla hvenær það kom síðast blogg þar sem ekki var talað um hjólið;)

Ég ætla semsagt bara að halda mig heima þessa helgi, hætti mér ekki út úr húsi eftir myrkur, hvað þá á hjólinu;)Það verður bara sófinn og sjónvarpið í kvöld. Var ekki alveg eins dugleg að byrja að læra í dag eins og ég ætlaði að vera, svo ég held ég fari bara út úr húsi á morgun til þess að læra! Allt of erfitt að sitja hérna heima með allar freistingarnar, s.s. netið og sjónvarpið, og eiga að reyna að lesa. Sjálfsaginn greinilega ekki nógu góður hjá mér.

Mæli með að allir kíka á þetta! Maður getur ekki annað en hugsað hvað maður er nú heppin!


|

Þá er maður búin að halda sér frá óhöppum allavega síðustu 4 dagana, er líka búin að vera svo löt og taka strætó í skólann þessa vikuna, þó ég hati það mest af öllu!! En já þrátt fyrir hatrið, er háltíma hjólatúr í rigningu og roki ekki alveg það sem heillar mann þegar maður er nývaknaður. Svo fór hjólið mitt heldur ekkert vel út úr byltunni þarna á laugardaginn og framdekkið mitt snýst hálf einkennilega, eeen planið er nú samt að hjóla á morgun. Veðurspáin fína sem Gummi er búin að setja upp hérna í tölvunni svo maður geti alltaf séð hvernig veðrið er segir að það eigi að vera smá sól og sunnan átt, 8m/s. Það getur ekki verið svo slæmt.

En skólinn er alveg á fullu, maður ætti kannski að vera að gera aðeins meira en það er nú eins og það er. Fyrir utan það er nú alveg hellingur í gangi hérna á Middelfartvejnum. Gummi bara á leiðinni til Köben næstu tvær helgar svo maður verður bara grasekkja á meðan, segir maður það ekki?? ætli ég reyni ekki að nota þessar helgar í að lesa..hmmmhaahmm..!
En fyrir utan það allt þá erum við nú að koma heim í jólafrí eftir rúmlega mánuð, og svo er planið jafnvel bara að koma aftur heim í febrúar og fara bara ekkert aftur. Inntökuprófin í lækninn heima verða bara tekin með trompi, eða það er planið;) Gummi minn ætlar að fara að vinna aftur við það sem honum finnst skemmtilegt og er bestur í (þó hann sé nú góður í svooo mörgu öðru;) )! Hótel mamma fær að njóta samveru okkar í einhvern tíma, en maður reynir nú kannski að þvo sjálfur og svona, svo maður fari nú ekki alveg með hótel mömmu sem er orðið allt of góðu vant;) Ekkert barn búið að búa á álftanesinu í næstum eitt og hálft ár;)
Margt að gerast og mikið að pæla, ekki það að við höfum það ekki gott hérna í danmörkinni með tuborg góða, en þá er bara mikið sem maður saknar! Þá erum við ekki að tala um veðrið!

Já folkens, nýjir tímar framundan!!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives