Last day of work!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já komin heim og síðasti vinnudagurinn á spítalanum að baki. Ekki það að ég veit að ég á eftir að vinna á spítala aftur, og vonandi þá aðeins hærra í goggunarröðinni;) bara spurning hvenær sko! En alltaf skrítið að hætta einhverstaðar, hvort sem það er vinna eða skóli eða bara hvað sem er! En það er samt alls ekki ólíklegt að maður verði einhvertíman beðin um að koma og vinna eina helgi og svona. Miðað við hvað þessir danir verða oft "veikir", alvarlegt kvef sem þeir fá og svona, þá er ég ekki frá því að þeim vanti einn hressan íslending. Hver veit?!? En þetta var ágætis síðasti dagur, ekkert sérstakt svosem sem gerðist þennan daginn á spítalanum, en maður er nú búin að lenda í ýmsu þarna. Margt sem maður upplifði og sá í fyrsta sinn. Lærði alveg heilmikið á þessu öllu saman, og þetta var eiginlega bara mjög skemmtileg vinna fannst mér. Þó svo að manni finnist nú kannski sjaldan rosa stuuuuð að mæta í vinnunna. En yfirleitt eitthvað spennandi að gerast, enda sjúkrahús, og maður veit aldrei hvað kemur næst.

En já þetta með að hætta, man þegar ég hætti á leikskólanum heima. Fannst það rosa erfitt, eitthvað svo skrítið því manni var farið að finnast maður eiga pínkupínku pons í krökkunum;) Krakkarnir á minni deild voru nú reyndar öll að fara í 6 ára bekkinn, enda vel upp alin eftir síðasta veturinn á Hvítudeild með Siggu (óókeii og Særúnu og Gróu). Það voru samt svo margir aðrir krakkar sem komu og knúsuðu mann á hverjum degi, sögðu manni hvað maður væri fallegur og sætur, hvað maður væri nú með fína klippingu, hvað maður væri skemmtilegur o.s.frv. skemmtilegt;) Já, bara skrítið að hætta. Ert búin að vera að mæta alltaf á sama stað á sama tíma, með sama fólkinu í einhvern tíma og svo er það bara hætt.
En lítil frændsystkini hrúgast niður um þessar mundir svo að nóg er af litlum börnum til að knúsa, þ.e. þegar maður fer til íslands auðvitað!

Spítalaævintýrið búið í bili og við tekur nýtt. Sjáum hvort að það verði ekki alveg jafn lærdómsríkt og skemmtilegt eins og þetta sem er að enda;)

Kv. væmuhorn Siggu

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives