Þá er það búið!
Ég get í hreinskilni sagt að mér hefur aldrei liðið eins og mér leið í dag! Ég hef hingað til verið laus við að verða allt of stressuð, t.d. fyrir próf og svoleiðis. Ég þakka guði fyrir að mér líður ekki svona fyrir hvert einasta próf sem ég fer í!! Ég var með ónotatilfinningu í maganum í allan dag, virkilegan hnút alveg, anga af svitafýlu núna því það var nóg af svita í dag og já, mér leið bara hálfilla allan daginn!

Ég var mætt á staðinn um hálftíu, þar sem registrering fór fram. Þegar það var búið fórum við inn í fyrilestrarsal þar sem talað var við okkur öll saman, okkur var sagt að við værum öll mjög vel kvalificeruð, en því miður gætum við ekki öll komist inn og þessi viðtöl væru til þess að þau gætu verið viss um að þau væru að velja rétta fólkið. Það var svo krossapróf, 60 spurningar á korteri sem átti að svara, almen viden fjallaði það um! Það var bara alveg andskoti erfitt, hvernig í helv....á ég að vita hvað forseti Afganistan heitir og hvað kemur mér það eiginlega við??? En þetta próf á nú víst ekki að hafa nein stór áhrif, og er alls ekki það sem ræður úrslitum var okkur sagt, godt nok!
Eftir það var mér sagt að ég ætti að mæta aftur hálfþrjú! Frábært, nú tók við bið! Ég fór samt í heimsókn til Kötlu, sem er að læra læknisfræði hérna, í millitíðinni og fékk góðan moral support frá henni og var farið að líða aðeins betur með þetta allt saman! Mætti þarna hálfþrjú og fékk að vita að ég væri í síðasta holli til að fara í viðtal....ennþá meira frábært, meiri bið! Þá kom sko stressið aftur og hnúturinn í magann kom tvöfaldur tilbaka!
En svo að lokum komst í inn í viðtalið, verð að segja alveg eins og er að ég er bara ekki viss um að það hafi gengið nógu vel! Mér gekk vel að tala og allt það, talaði allan tímann og svaraði öllum spurningum, en finnst samt eins og ég hafi ekki komið þessu öllu nógu vel frá mér, þeir komu stundum með kaldar og óvæntar spurningar, svo maður varð að vera á tánum, viðbúin að bulla sig út úr þessu:/ En hey...ég var ein af 300 bestu af 1700 sem sóttu um, það er gott út af fyrir sig!

Svo var okkur sagt að við fengjum svar innan þriggja vikna um hvort við komumst inn eða ekki! Ég hélt það væri ekki fyrr en 28 júlí eins og hinir skólarnir en þau sögðu að þau hefðu ekki samvisku í að láta fólk bíða svo lengi eftir svari, sérstaklega þar sem það er búið að fara í gegnum mjög svo stressaðan dag, eins og ég fékk að upplifa!
Þannig að nú tekur bara við einnþá meiri bið og bið!

***Sigga, ekki sú bjartsýnasta eftir viðtalið!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives