22 maí!

|

Ég ákvað að fara inn á heimasíðu háskólans hérna í gær þar sem ég get tékkað á statusnum á umsókninni minni! Þar beið mín mjög svo óvæntur glaðningur því þar stóð að ég væri boðuð í viðtal 22 maí!!! ólýsanleg gleði!!
Ég fékk svo bréf um þetta með póstinum í dag og af 1687 umsækjendum eru 300 sem fara í viðtal og svo ca. helmingurinn af þeim sem fara í viðtal komast inn. Þannig að það er ekkert öruggt ennþá en ég hef ákveðið að vera jákvæð:D

þannig að nú veltur áframhaldið á því hvernig 22. maí gengur:DÉg vaknaði klukkan hálf 8 í morgun og finnst þetta búið að vera lengsti dagur sem ég hef upplifað í langan tíma, og hann er ekki ennþá búinn! Slæmur vítahringur sem maður kemur sér í þegar maður þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en um klukkan 2 og þarf þar af leiðandi nánast aldrei að hafa áhyggjur af því hvenær þarf að vakna! En allavega, vaknaði klukkan hálf átta í morgun til að mæta í dönskuskólann! Ég er ekkert búin að mæta síðustu 2 mánuðina út af vinnunni, en þau voru greinilega farin að sakna mín svo mikið að þau kröfðust þess að ég myndi koma! Var nú kannski ekki alveg svoleiðis, en þar sem ég er að fara í lokapróf í þessum skóla 23 maí þá vilja þau að ég mæti smá! fékk leyfi til að mæta einu sinni í viku á morgnana svo ég ætti nú alveg að lifa þetta af! Þetta var nú bara ágætis skemmtun þarna í skólanum, ágætis byrjun á fínum degi! Sumarið er semsagt komið hér í Danmörku! 20 stiga hiti í dag:D Því var að sjálfsögðu fagnað með ís! Fór með 2 stelpum úr skólanum niðrí bæ eftir skólann og við settumst í sólina og borðuðum ís...mmmmm! Þær fóru heim og ég varð eftir og keypti smá föt, svona fer sólin með mann!! sjáum til hvað Gummi segir við því þegar hann kemur heim! Greyið Gummi, Sigga frekja alltaf að tuða um peninga og fer svo bara sjálf og eyði peningum! neinei, ég tuða ekkert svo mikið...held ekki...

Við skelltum okkur í bíó á sunnudagskvöldið, tókum strætó þar sem bíóð sem við fórum í er smá langt í burtu! Gerum það ekki aftir því þegar myndin var búin var strætó hættur að ganga...úbbs!!! Við þurftum að rölta smá spöl þangað til við fundum okkur leigubíl, sem var ekki alslæmt því á leiðinni fundum við tennisvöll! Þá fórum við nú að pæla að við yrðum að fá okkur tennisspaða svo við gætum nýtt okkur þetta! Ég var svo í Lidl áðan, þýskur súpermarkaður hérna sem að virðist gjörsamlega selja allt!! þar sá ég þessa fínu tennisspaða til sölu á spottprís, kannski við skellum okkur á það í sumargjöf;) ég á nú samt tennisspaða heima en var auðvitað ekki svo klár að taka hann með hingað! En svo fáum við okkur kannski líka svona his and hers tennisdress svo við verðum nú flott á vellinum!...held við verðum flott!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives