|

Ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig! ekkert óþægilegra en að vakna við símtal og manni sagt að maður eigi að vera mættur í vinnu! Það eina góða er samt að maður hefur engan tíma til að hugsa um það hvað það er leiðinlegt að vakna svona snemma, maður bara drullast á fætur strax! En allavega, ég vakna alveg í panik og Gummi minn sætastur var svo góður að hann stökk fram úr, smurði fyrir mig samloku í nesti á meðan ég tróð mér í fötin og komst þá bara eiginlega strax af stað! Kom hálftíma of seint, en það var nú allt í lagi, ekkert mikið öskrað á mig.
Þetta var bara fínasta vinna í þvottahúsinu! Þar var mér var mér ekki kalt og leið ekki eins og puttarnir og tærnar væru við það að detta af, eins og átti til að gerast í grænmetinu. Svo var ég varla byrjuð að vinna og þá var komin pása, þegar hún var búin var ég varla byruð að vinna þegar það var komin önnur pása o.s.frv. þannig að þetta var bara mjög fínt. Ég stefni samt að því að reyna að mæta á réttum tíma á morgun og muna kannski að stilla klukkuna 5:20 en ekki 8:20.


|

Lífverðir drottningarinnar við varðstöðina framan við Rosenborgarkastala í Kaupmannahöfn fengu heldur undarlega heimsókn í gær þegar ölvaður, íslenskur karlmaður tók upp á því að fróa sér fyrir framan þá.

Já, íslendingar hafa alltaf verið þekktir fyrir að fara vel með áfengi.

Annars eru tímamót hjá mér núna, í fyrsta skipti sem Temp-team ákveður að senda mig eitthvað annað en í grænmetið, og á morgun og hinn fæ ég að fara í þvottahús. Mun verr borgað en ágætis tilbreyting samt.
Ég og Gummi erum bara með 3 sjónvarpstöðvar hérna og tvær af þeim innihalda miiikið af fréttaþáttum! Þessa dagana er ekkert annað í fréttum heldur en brjálaðir múslimar. Er bara ekki frá því að maður sé orðin soldið þreyttur á þessu. Svo er fólki ráðlagt hverni það eigi að útskýra fyrir börnunum sínum hvað er í gangi, ekki gaman þegar maður er lítill og horfir á fréttir, sér brjálað fólk vera að brenna fánann sinn og segja "við ætlum að drepa alla dani!!" Maður verður kannski líka að reyna að skilja af hverju þeir eru svona reiðir en ekki held ég að þeir séu að fá okkur hin til þess að bera meiri viriðingu fyrir þeirra trú með því að láta svona. ég veit bara ekki....að tala saman um málin er greinilega ekki þeirra sterkasta hlið!

Eeeeen annað...þessi manneskja er bara flottust í dag, og það gladdi mitt litla hjarta þegar ég frétti að hún fengi að taka þátt í söngvakeppninni. Nú er bara að koma henni áfram og í Eurovision. Þá verð ég ennþá glaðari :D

Bara flottast....


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives