|

Mín er bara komin með vinnu fram að jólum! Svosem ekkert draumadjobb en vinna er vinna og þá fær maður pening! Þetta er semsagt hreingerningarvinna í einhverjum skóla og ég þarf að vera mætt klukkan 5 á morgnana takk fyrir! Strætó byrjar ekki að ganga fyrr en klukkan hálfsex held ég þannig að það verður bara sest á hjólið um klukkan hálffimm og farið af stað! það verður ekki skemmtilegt að vakna, en ég er bara með mínar "happy thoughts" og held að þetta verði bara ágætt! Ágætlega borgað og svona! Þetta þýðir samt eiginlega að ef að ég ætla að fá minn 8 tíma fegurðablund þá þarf ég að fara að sofa klukkan 8!!! veit nú ekki hversu vel það gengur...!

Ég var vitni að stórglæp í gær! ég fór í búðina sem ég keypti hjólið mitt í til þess að láta laga það, og þegar ég er að labba út standa tveir rónar í andyrrinu með risastóra og flotta jólasveina í annarri og bjórdós í hinni! (semsagt í andyrrinu áður en maður kemur inn í búðina) svo segja þeir "let's go" og hlaupa í burtu með fínu jólasveinana!! manni finnst þetta nú ekki vera jólaandinn, stela þessum fínu jólasveinum! ég ætti kannski að bera mig fram sem vitni;)

en ég ætti kannski að fara að reyna að sofna, get ekki beðið eftir að mæta hresssssss klukkan 5 í vinnu í fyrramálið!!!!


|

ég fór aftur í grænmetið í dag! Það var hringt í mig klukkan 6 í morgun, og það fyrsta sem ég var spurð að var "var ég nokkuð að vekja þig?!?" ég gat varla opnað augun sem voru samanlímd af stýrum, auðvitað varstu ekkert að vekja mig!!
Allavega, þessir dagar sem ég hef verið í grænmetinu hafa óneitanlega minnt mig alveg rosalega mikið á hann Ling minn og gamla góða vin okkar Nonna homm;) Gwen Stefani, Kelis, Britney og ég veit ekki hvað hvað í útvarpinu allan daginn! maður kemst bara í fílíng! vantar bara að Grýlurnar taki Sísi fríkar út og þá væri þetta fullkomnað! þessi útvarpsstöð, sem heitir held ég Voice, er samt greinilega bara með eitthvað ákveðið mikið af lögum á repeat allan daginn. Nýja lagið með Robbie Williams kemur amk kosti tvisvar á klukkutíma! og líka lag með skemmtilegri línu "don´t u wish your girlfriend was hot like me?" hef ekki hugmynd hver syngur þetta, veit bara að ég er búin að heyra þetta svona ca hundrað sinnum á þessum þrem dögum sem ég hef verið í grænmetinu!

í dönskuskólanum erum við að tala um skemmtilegt umræðuefni, drykkjumenningu í mismunandi löndum! Það virðast greinilega allir útlendingar halda að við íslendingar drekkum einungis áfengi af því að það er kalt hjá okkur! hvað er málið með það?


|

Ég snéri mér að öðrum áhugamálum þessa vikuna, nefninlega grænmeti!!! það var hringt í mig á fimmtudaginn og ég beðin að mæta í eitthvað grænmetishús og þar eyddi ég 8 klukkutímum í að skera grænmeti! þetta var nú svosem alveg ágætt fyrir utan það að enginn sagði mér að það væri allt blautt þarna og ískalt! ég var bara í slitnum strigaskóm sem halda ekki dropa af vatni, og var ekki lengi að verða blaut í fæturnar og það var svoooo kalt. Hélt á tíma að ég myndi bara missa þær allar! Á föstudaginn var svo hringt aftur, og ég beðin að mæta á sama stað á laugardagsmorguninn klukkan 6!!! hvað er að?!?!?! klukkan 6 á laugardagsmorgni, það ættu að vera einhver lög við þessu! Það var svo reyndar líka hringt í Gumma og hann beðin að mæta á sama stað, þannig að við fórum bæði. Sem betur fer er þetta bara hérna rétt hjá heima svo við vorum ekki nema 2 mínutur að hjóla þetta! ég mætti allavega í betri skóm í dag svo að mér leið mun betur;)
en þið sem fljúgið með Icelandair á næstunni og fáið hakkað grænmeti með matnum ykkar fáið kannski grænmeti sem við höfum skorið, þeir selja þeim víst grænmeti...!

Það var verið að kveikja á jólatrénu niðrí bæ í dag, ég ætlaði sko aldeilis að mæta, kaupa mér jólaglögg og jólabjór og svoleiðis! En þegar við komum loksin heim um klukkan hálfþrjú vorum við ekki lengi að steinrotast í sófanum svo það varð lítið úr því...!
En þegar maður vaknar klukkan 5 á laugardagsmorgni þá hlakkar mann til að sofa út á sunnudeginum...og ééég hlakka sko til!!!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives