11

|

Ég fékk 11 á dönskuprófinu! Mjög gott! Nú hugsiði kannski "ha..? fékk hún 11? það er ekki hægt, eða kannski var hún bara svona rosa góð að 10 var ekki nóg og hún fékk 11!!"
neiii...ekki alveg, hérna í Danmörku er einkunnasístemið öðruvísi og það nær alla leið upp í 13, en maður getur samt ekki fengið 12, veit ekki af hverju. En mjög gott að fá 11 finnst mér. Það þurfti að vísu að stoppa mig þegar ég var að tala um Christianu, var víst aðeins of langt, en ég var nú næstum því búin með það sem ég ætlaði að segja! Ég er þá núna búin með dönskuskólann, en í næstu viku ætlar bekkurinn samt saman í piknik og ég held ég ætli að mæta í það, og svo er líka útskriftarhátíð;) Þá fáum við prófskírteini og rauða rós og gaman! En ég veit ekki hvort ég get mætt í það, af því að mér til mikillar gleði þá er FRÍÐA AÐ KOMA Í HEIMSÓKN!!!!!!!!!!!! útskriftarhátíð í dönskuskólanum/leika við Fríðu....aaahhhhh held ég velji seinni kostinn! En við sjáum til, kannski vill Fríða koma með og vera stolt af Siggu sinni þegar hún tekur við skírteininu;)



svo er litla sunddrottningin komin með nafn, Bjarnheiður Guðrún heitir hún, svo maður verður að óska henni til hamingju með það! og líka mömmu, því nú er hún komin með nöfnu! Já, mamma heitir Bjarnheiður, þó að það séu ekki margir sem vita það held ég þar sem hún er alltaf kölluð Heiða;) En litla prinsessan heitir í höfuðið á báðum ömmum sínum, passar vel saman og er rosa flott finnst mér! Mamma var að sjálfsögðu gráti næst þegar hún komst að nafninu, enda ekki slæmt að eiga svona fallega nöfnu!


Christiania

|



Er búin að eyða deginum í að fræðast aðeins meira um fríríkið Christianiu! Er að fara í munnlegt próf í dönskunni á föstudaginn og ákvað að velja mér þetta umfjöllunarefni. Ég varð bara mjög hissa á ýmsu sem ég uppgötvaði um þennan stað, og þá meina ég það jákvætt! Það leiðinlega er bara núna hvað pólitíkusarnir eru að gera allt sem þeir geta til að eyðileggja þetta, þ.e. meira en þeir eru nú þegar búnir að gera!

En góða veðrið fór auðvitað þegar ég kom í frí! Var búin að ákveða að liggja úti í sólbaði að gera þetta ef að veðrið hefði leyft það, en það var bara skýjað og leiðinlegt í dag svo ég sat bara inni!
Ég náði svo í hjólið mitt í viðgerð eftir slæma meðferð á því eina helgina! Ég var orðin vön að þurfa að nota alla mína krafta á bremsurnar til að stoppa áður en ég kæmi að ljósunum, en núna þarf ég nánast bara að snerta þær og þá er ég stopp! þetta voru svolítil viðbrigði og það lá við að ég væri búin að eyðilegga viðgerðina á staðnum, þ.e. með því að fljúga aftur á hausinn, en náði rétt að halda coolinu!

eitt af skemmtilegu húsunum í Christianiu...



Ég komst ekki inn í læknisfræðina en er á biðlista. Það þýðir að ég þarf að bíða til 28 júlí, vona að sem flestir taki ekki við boðinu um að fara í námið og vonandi kemst ég þá inn í staðinn! Ekki eins og ég vildi hafa þetta, en maður verður bara að vona það besta núna!

Það var alveg frábært veður hjá okkur alla helgina, og ég tók mér frí á föstudaginn til að geta notið þess og farið í grillveislu sem okkur var boðið í! Við skelltum okkur fyrst aðeins út í garð í sólbað, með einn öl að sjálfsögðu! Þetta kvöld var nú ekki það skemmtilegasta sem ég hef upplifað, en held að það hafi mest verið mér sjálfri að kenna, af því ég fékk upplýsingarnar um læknisfræðina á föstudaginn og var þess vegna ekki alveg upp á mitt besta um kvöldið;)

Laugardagurinn fór þar af leiðandi í lítið annað en að horfa á HM og sofa!

Sunnudagurinn var tekin snemma þar sem Gummi var að fara að spila leik! Ég reif mig að sjálfsögðu líka upp til að horfa á hetjuna spila! Það var rosa fínt, enda veðrið frábært! Þegar við komum heim fattaði ég að ég hefði skilið símann minn eftir út á fótboltavelli. Brunaði til baka og sem betur fer var hann þarna. Eftir það ætluðum við að skella okkur í Friluftsbadet, sem er eiginlega bara sundlaug hérna rétt hjá okkur, en þegar við mættum á staðinn var ca klukkutíma röð og ekki alveg það sem við nenntum að bíða eftir! Við skelltum okkur þá með allar græjur út í garð, komum okkur vel fyrir og ætluðum í sólbað. Þegar ég þurfti svo að hlaupa aðeins inn til að ná í símann vildi ekki betur til en að ég læsti lyklana inní íbúðinni, þannig að báðir lyklarnir okkar voru inní íbúðinni! Við ákváðum samt að liggja aðeins í sólbaði áður en við færum að tékka á þessu! Þegar við svo stóðum og vorum að ýta eitthvað í gluggana í þeirri von um að þeir myndu kannski opnast, sem þeir gerðu ekki, labbaði maður fram hjá og sagði okkur að það væri ekkert mál að komast inn í þessar íbúðir! Það var rétt, og 10 mín seinna vorum við komin inn, og ekki inn um gluggann!

En Sigga var ekki búin þennan dag! Þegar við svo komum inn þá fann ég ekki lyklana mína. Ég í panikki og hélt þeir hefðu dottið út á leiðinni í friluftsbadet og hjólaði því alla leiðina til baka en engir lyklar! Eftir mikla leit hérna heima láu þeir undir fatahrúgu á rúminu, hjúkkket! Ég toppaði svo daginn þegar ég gleymdi að slökkva á ofninum eftir kvöldmatinn.

já, shit happens


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives