Lúði?

|

Það var gaman í gær, ennþá meira gaman af því að ég er í fríi í dag!
Eftir vinnu skelltum ég og Lisette, sem er að vinna á spítalanum, okkur á barinn þar sem við ætluðum að fá okkur einn bjór og spila smá pool. Gummi kom líka í heimsókn í smá tíma, en stoppaði stutt því hann var svo þreyttur kallinn! En einn bjór já, auðvitað fer maður ekkert á bar í Danmörku og fær sér einn bjór?!?! Þessi eini bjór sem við ætluðum að fá okkur varð semsagt að nokkrum fleirum, og svo aðeins fleirum! Sátum heillengi á barnum og spjölluðum saman og ákváðum svo að fara að hrista aðeins á okkur rassana og löbbuðum inn á Arkaden, sem er alveg kæmpe stór skemmtistaður hérna! Þar tókum við nokkur lög í karókí og þess á milli dönsuðum við þegar hitt fólkið var að syngja...falskt!
Þegar við svo ákváðum að fara að koma okkur heim kom babb í bátinn! Hvar eru lyklarnir mínir?? Hófst þá leitin að þeim, inn á skemmtistaðnum, inn á barnum, í töskunni og allstaðar! Neibb...engir lyklar! Ákváðum þá bara að fá okkur eina pizzusneið og hugsa aðeins málið! Jæja ég dreif mig svo bara heim í taxa, því ekki gat ég opnað hjólið mitt! Þurfti svo að hringja í Gumma, vekja hann svo hann gæti hleypt mér inn. Hann var ekki ánægður með þennan ICE sem var að hringja í hann svona um miðja nótt! Ég kem inn og knúsa aðeins hann Gumma minn, og til þess að gera það þurfti ég að lyfta upp höndunum....
....þá heyri ég eitthvað hljóð, svona klingkling...hmmm...held bara að lyklarnir hefðu ekki getað verið nær mér! voru fastir inní erminni á úlpunni! Þá varð ég nú smá pirruð yfir því að vera svona vitlaus, en samt mjög glöð að hafa fundið lyklana!
Eins og hún Eva sagði við mig "Sigga mín, þú ert nú bara algjör lúði". I guess so!
Svipað atvik með lyklana átti sér lika stað fyrir um 2 vikum. Lisetta var einmitt viðstödd þá líka! En við skiptum um föt á sama stað á sjúkrahúsinu og einn daginn þegar ég stend fyrir framan skápinn minn, ætla að skipta um föt og koma mér heim, þá finn ég ekki lyklana mína! Þá hófst leitin, í töskunni, í vösunum, á gólfinu...neibb engir lyklar! Ég komst þá að þeirri niðurstöðu að þeir hlytu bara að liggja inn í skápnum, ég hlyti að hafa óvart lagt þá í úlpuvasann sem hékk inn í skápnum! Lisette ákvað að prófa að nota lykilinn að sínum lás til að opna minn, og það gekk semsagt...top quality lás sem ég er með! Lyklarnir voru ekki inní skáp, neinei, þeir höfðu bara verið í vinnutreyjunni minni allan tímann, bara ekki í þeim vasa sem ég er vön að setja þá í! æ svona litlir hlutir og ég eigum ekkert vel saman, það er eins og ég reyni mitt besta til að týna þeim, en einhvernveginn koma þeir alltaf aftur í ljós, eða þá að Gummi finnur þá.

En ég þurfti svo að gera mér ferð niðrí bæ til að sækja hjólið mitt, reyndar var það ekki eina ástæðan fyrir bæjarferð minni, heldur fór ég til að kaupa Hróarskeldu miðana okkar:D Kom mjög stolt út af pósthúsinu með fyrsta miðann minn á Hróarskeldu, en að vísu mun fátækari, en það þýðir ekki að hugsa um það! Svo varð maður nú aðeins að spóka sig í bænum fyrst maður var þarna, keypti mér t.d. eina bók! Bridget Jones 2, klikkar ekki, á dönsku að sjálfsögðu!
Ég fékk svo þá góðu hugmynd að koma ástmanni mínum á óvart! Þannig að þegar að hann kemur heim þá mun bíða hans heimatilbúin bragðarefur! Skellti mér út í búð áðan og keypti í hann, stóð mjög lengi fyrir framan nammihilluna! Það er bara ekki til rétta bragðarefsnammið hérna, því t.d. lakkrískurlið er ómissandi! En ég fann að sjálfsögðu út úr þessu og held að þetta verði bara alveg dííílisjöss!
Getið séð hér hvað boðið verður upp á..Nýju ipodinn minn sem elsku mamma og pabbi voru svo góð að kaupa út í USA er svo lagður af stað til mín, get ekki beðið eftir að fá hann! Er nú samt orðin vön að bíða. Styttist samt í að svarið frá háskólanum í Odense ætti að fara að koma, held það sé bara í næstu viku, svo það er nú kannski ekki svo langt eftir. Svo held ég að pakkinn sé enga stund á leiðinni til mín, ætti að vera komin eftir helgi bara:D....Þið getið ekki allar verið svona heppnar eins og ég;)...eru af hinu illa! Því fékk ég allavega að kynnast í gær!
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldið til Katrínar og Bögga. Alveg frábært lambalæri sem við fengum í matinn, og Gummi sá þá tækifæri til þess að borða Ora baunirnar sem við, eða hann átti. Mér finnst grænar baunir ógeðslegar og skil ekki hvað fólk sér eiginlega við þennan viðbjóð! En eins og ég sagði, þá fór það ekki á milli mála daginn eftir að grænar baunir hefðu verið borðaðar, þar sem að Gummi þurfti nokkuð oft að "losa um"! Það var varla líft hérna inni eftir það!

Þurfti bara aðeins að tjá mig um illu grænu baunirnar! Gular baunir aftur á móti, þá erum við að tala saman!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives