ísland!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þá er maður bara komin til landsins aftur!
Eftir að ég kláraði prófin úti byrjaði stressið við að klára að pakka öllu og tæma íbúðina! það tókst að lokum og það sem átti að komast í skipið komst og er nú komið heim og fyllir nú húsið hjá mömmu og pabba!

Ég skellti mér til Skotlands í viku eftir allt þetta stress sem var bara frááábært! Rosa gaman að vera hjá Bigga og Rósu og ég tala nú ekki um að versla hjá þeim! Það var bara ekki hægt annað, ekki þegar allt er svona ódýrt! þar uppgötvaði ég líka Starbucks sem er náttúrulega bara best í heimi, enda var farið þangað nánast á hverjum degi;) Það var líka best í heimi að leika aðeins við litlu frænku sem er bara sætust í heimi! núna er hún í stífu prógrammi klukkutíma á dag þar sem henni er kennt að segja Sigga. Er það ekki Rósa? eins gott að þú sért ekkert að svíkjast undan;)
Þetta var bara frábært og ég hefði svosem alveg getað hugsað mér að vera viku lengur, en maður fer þá bara aftur! Er samt sem áður komin með nóg af flugvöllum í bili þar sem ég þurfti að fara í gegnum nokkra á stuttum tíma! Ég var skoðuð og skoðuð í nánast öllum stoppum. Skemmtilegast er samt að segja frá því að þegar ég flaug frá Edinborg til London var ég með skæri, rakvél og fuuulllt af vökva í töskunni og þeir sáu ekkert athugavert við það þeim á flugvellinum. Mér var svo sagt í London að annaðhvort yrði ég að tékka þetta inn eða allt yrði gert upptækt. Þeir eru ekki eins hrifnir af skærum greinilega þarna í London!

Ég fékk svo síðustu einkunnir í vikunni og náði ég öllu bara með fínum einkunnum, ég er allavega mjög sátt við þær:) Gott að vera laus við að hugsa um það alla daga!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives