|

Tvær vikur búnar af námskeiðinu og ein eftir! Ég er orðin sérfræðingur í öllum hreingerningarefnum, tuskum, svömpum, skúringamoppum, skúringavélum og ég veit ekki hvað og hvað ...ef þið eruð í vafa um hvaða hreingerningarefni þið eigið að nota á ákveðna bletti, þá bara spurja Siggu! Síðasta vika var fín, vorum með alzheimerkonuna á mánudag og þriðjudag, og komumst svo að því að hún er að fara á eftirlaun í sumar greyið, greinilega komin tími til!

Svo eru danirnir allir í því að hafa það "hyggeligt"! Á námskeiðinu var ákveðið að alla næstu viku yrði komið með eitthvað gott. á mánudaginn ætlar einhver að baka köku, á þriðjudaginn eru það bollur og svo eitthvað hina dagana. Mér var sagt að á föstudaginn á ég að koma með "íslenska köku". veit ekki hvernig íslensk kaka er, en ætli maður hendi nú ekki bara í gulrótarköku, lítið mál fyrir húsmóður eins og mig!! Mér var líka tilkynnt það á miðvikudaginn að ég ætti að mæta með gos í dönskuskólann á mánudaginn, einhver ætlaði að baka, einver að koma með nammi, þar á nebbla líka að vera "hyggeligt".

Einn strákurinn sem er með mér á námskeiðinu sagði okkur á þriðjudaginn að hann væri búin að kaupa sér bíl sem hann væri að fara að ná í. Þetta er allavega skrítnasti "bíll" sem ég hef séð, en hann lítur svona út, og þegar hann fer inní hann, þá opnast hann svona! Þetta tryllitæki kemst uppí 60 og það á að vera pláss fyrir farþega, ég gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því hvar hann ætti að komast fyrir! Svo er miðstöð inni í þessu, útvarp og allar græjur! spurning hvort maður fjárfesti í svona;) Hann borgaði fyrir þetta 4000 danskar, og þarf ekki að borga nein bifreiðagjöld af þessu. Góður díll!

Við ætlum svo að skella okkur á völlinn á morgun, horfa á okkar lið OB spila við FC Nordsjælland. þyrfti helst að mæta í kraftgalla svo við deyjum ekki úr kulda..oosssssalega kalt hérna hjá okkur! En það verður stuð að kíkja á völlinn sem er nú bara eiginlega við hliðina á húsinu okkar!


|

Sigga - Helga

Ég veit ekki hvort ykkur finnst þessi tvö nöfn lík. Á föstudaginn vorum við að læra um hreingerningarefni, af hverju þau eru hættuleg o.s.frv. Kennarinn okkar var eldri kona, og ég er ekki frá því að hún þjáist af smá alzheimer, margt sem bendir til þess allavega fannst okkur. Hún átti voða erfitt með að segja nafnið mitt, skil hana vel ef að ég væri kölluð sigríður en Sigga er nú ekkert svo erfitt að segja. Við gerðum eitthvað verkefni og skrifuðum það upp á stórt blað sem hékk svo upp á vegg. Kennarinn var svo að lesa það í gegn og neðst höfðum við skrifað "lavet af Helle, Sigga og Marianne". Hún las það svo í gegn og sagði, jájá, Helle, horfði svo mjög lengi á nafnið mitt og las út úr því Helga?!?! veit ekki alveg hvernig hún sá það út.

En það er samt kona sem heitir Helga með mér þarna á námskeiðinu. Helga kaupir sér alltaf tvö snickers á dag. Við vorum svo samferða út á strætóstoppistöðina eftir tímann á föstudaginn. Ég sé að strætó er að koma og veit að ég þarf að spretta af stað til að ná honum. Helga reyndi að hlaupa líka en vegna of margra snickersa í gegnum tíðina hreyfðist hún eiginlega ekkert hraðar. Ég ákvað að ég yrði bara að hlaupa og biðja strætó að bíða eftir henni, það var annaðhvort það eða að taka hana á hestbak, lagði ekki í það. En ég er svo létt á fæti eins og allir vita og náði að sjálfsögðu strætó, sem aftur á móti hafði engan áhuga á að bíða eftir Helgu. Greyið Helga, meðan ég kom með vel fyrir í strætó með Xtra blaðið sé ég Helgu, sem er ennþá að reyna að hlaupa held ég. Ég var með soldið samviskubit, og er ennþá, verð að muna að segja henni á morgun að þetta hafi allt verið strætóbílstjóranum að kenna!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives