|

Ég lifði allavega af fyrstu þrjá dagana á spítalanum. á föstudaginn elti ég strák sem heitir Lars allan daginn. Soldið spes en voða fínn strákur, fyrir utan það að hann talaði alltaf eins og munnurinn á honum væri víraður saman. Ætli það sé bara af því fólk nennir ekki að opna munninn almennilega? ég veit ekki, en finnst allavega óþægilegt að tala við svona fólk og hvað þá að reyna að skilja annað tungumál. En þetta gekk nú alveg og ég skildi mestallt sem hann sagði, allavega allt sem ég þurfti!
Það var svo helgarfrí hjá mér, sem var mjööög fínt þó að ég hafi nú bara verið búin að vinna þrjá daga en þá var ég alveg búin á því.

Næstu þrjár vikurnar verð ég svo á námskeiði ásamt þeim sem voru ráðnir á sama tíma og ég. Eigum að læra um allt mögulegt, í dag og morgun er það skyndihjálp, svo lærum við eitthvað um hreingerningar efni (spennnnó), aðferðir við að lyfta sjúklingum svo að maður skemmi ekki á sér bakið og eitthvað fleira. Mér finnst fínt að vera á þessu námskeiði, þar sem ég er með dönum allan daginn og tala soldið. Svo þegar ég mæti aftur í vinnuna fæ ég klossana mína, hlakka rooosalega til;) og svo síma. Þá er það bara byrjað. er nú ekki enn farin að rata um allt en það kemur bara fljótlega held ég, eða vona það allavega!

Svo fengum við líka nýtt klósett í vikunni! Rosa flott, og eins og ég veit þá langar ykkur roooosalega að sjá myndir af því, en þið getið séð þær hjá honum Gumma, sem ákvað að skella nokkrum af dollunni inn á netið!

Svo er nú ekkert annað að frétta hjá okkur, nema að ég fékk bollu í gær...mmmmmmmm....rosa góð;) væri svo alveg til í smá saltkjöt í kvöld, er ekki örugglega sprengidagur? en það verður bara að hafa það, frosin pizza verður bara að duga!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives