Hej

|

...er rosalega praktíst orð í dönskunni þar sem það þýðir bæði "hæ" og "bæ", þannig að þegar maður mætir einhverjum á ganginum og segir hej, þá er maður í rauninni að segja hæ, af því við vorum að hittast, og líka bæ, af því við förum bæði í sitthvora átt!! endalaust sniðugt finnst mér;) Átti samt soldið erfitt með það fyrst að segja hej þegar ég var í rauninni að segja bæ. Fannst það bara ekki hljóma rétt að segja hæ þegar ég vildi segja bæ! Ég var samt ekki jafn lengi að venjast því eins og þegar ég var í Brasilíu þar sem OI (borið fram oj) þýðir hæ! Það var eitthvað virkilega vitlaust að segja "OJ, hvernig hefuru það??" fannst mér allavega! enda fannst mömmu held ég ekkert skemmtilegt þegar hún hringdi í fyrsta skipti í mig til Brasilíu og ég sagði mjög glöð "OOJJJJJ mamma"! en allt getur maður nú vanið sig á!

En as usual þá gengur vinnan bara vel! Gummi komin á fullt líka og var líka miklu fljótari að læra hlutina en ég, hann getur bara allt þessi elska;)
Á mánudaginn var ég svo viðstödd hjartastopp, var nú bara með til að læra þannig að ég horfði bara á en þannig lærir maður líka hlutina! Mér fannst allavega mjög gott að fá að sjá hvernig þetta gekk fyrir sig! Ég er búin að fara á milljón skyndihjálpanámskeið og læra hjartahnoð á gömlu góðu dúkkunni álíka oft svo það var spennandi að fá loksins að sjá með eigin augum hvernig þetta er, soldið öðruvísi en með dúkkuna! Við fengum líf í hann, segi við því mér fannst ég vera mikilvægur partur í þessu öllu saman þrátt fyrir að hafa horft á enda sendi ég mjög góða strauma! Maðurinn "dó" svo aftur eeen við fengum líf í hann aftur!

Svo gleymdi ég nú að segja frá því um daginn að mér tókst að brjóta tönn! Ég veit ekki hvort einhver man eftir skemmtilega ævintýrinu mínu þegar framtönnin átti það til að hrynja úr á óskemmtilegustu tímum, þegar ég var á miðri árshátíð leikskóla Reykjavíkur og þegar ég var í afmæli á Selfossi og svona skemmtilegt! En þetta var nú ekki hún núna, framtönnin er pikkföst og ekkert vesen en þetta var jaxlinn, gerðist rétt áður en við fórum til Köben! Ég var svo gráðug að borða nammi að tönnin brotnaði, harður lakkrís er rooosa góður en greinilega mjög hættulegur!

Og svo til að ljúka þessu öllu saman þá á að skíra hann litla frænda á morgun, sem er nú reyndar ekkert svo lítill ennþá! veit ekki alveg hvað maður á að segja, til hamingju eða eitthvað?? allavega þá vona ég að allir skemmti sér vel í skírninni og borði kökur fyrir mig:)

Haldiði að hann verði ekki sætur í skírnarkjólnum...

...neiii hann sleppur víst við að vera í kjól, vonum bara að hann haldi sig frá því það sem eftir er;)



Ég bara varð að setja smá myndir af litlu sætu frænkunni minni, sem hefur reyndar ekki fengið nafn ennþá! Get ekki beðið eftir að fá að sjá hana "live", ekki nógu skemmtilegt að sjá bara myndir í gegnum netið!!

Sætust...



...og brosið og spékopparnir...;)



...og svo ein af flottu hárgreiðslunni;*


|

Gummi er að vinna um helgina og ekki ég svo ég er bara ein heima! Get nú ekki sagt að ég sé búin að koma miklu í verk, er bara búin að vera í "slökun" ;) mjög fínt...
Horfði á síðustu þættina af Greys anatomy, ossalega skemmtilegt, og tókst svo loksins að ná í fyrsta þáttin af nýju O.C þáttunum og horfði á hann áðan...jahá!! nú er bara að bíða eftir að það komi fleiri inn á tölvuna;) Man eftir því þegar ég tók sériu eitt og tvö á einni helgi á Íslandi. Minnir að Gummi hafi verið í burtu í "viðskiptaferð" sem var fínt þar sem honum finnst þeir ekki alveg jafn skemmtilegir og mér, sem ég skil bara ekki;)

Páskar næstu helgi, treysti á það að fá nóa páskaegg frá íslandi, eru bara ekki páskar án þess að fá sér smá nóa súkkulaði með kaldri mjólk...mmmm!! Gummi er samt búin að segja mér að vera viðbúin því að það verði allt brotið þegar það kemur, þarf að vera búin að búa mig andlega undir það!

Annars er þetta ekki búin að vera mjög viðburðarrík helgi svo það er ekki frá miklu að segja, en ég er aftur á móti búin að finna það sem ég ætla að kaupa handa barninu mínu, þ.e.a.s. þegar ég eignast eitt, og það lítur svona út:


ótrúlega sniðugt...ekki frá því að maður myndi vekja smá athygli!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives