Science camp!

|

Ég var semsagt í science camp síðustu helgi. Þessi ferð heitir vanalega rustur, en þar sem einhverjum hátt settum mönnum innan skólans fannst þessi ferð vera farin að snúast bara upp í fyllerí og vitleysu, ákváðu þeir að breyta nafninu og sjá hvort að eitthvað breyttist. Hvort þeim tókst það eða ekki, það er jú stóra spurningin;)
Þetta var frábært ferð, lögðum af stað um 7 leytið um kvöldið og vorum komin um 9. Fengum þá um hálftíma til að koma dótinu okkar frá okkur og finna svefnpláss. Okkur var svo sagt að fara í "skynsamleg" föt, as in "föt sem mega verða ógeðslega skítug". Okkur var skipt upp í hópa og svo var farið í póstaleik. ýmislegt sem við þurftum að gera, skemmtilegt og óskemmtilegt, m.a. borða 1 líter af ís á sem minnstum tíma, dífa blautu andliti ofaní hveiti, spila tvister þar sem búið var að þekja tvister dúkinn með einhverju ógeði og meira og meira og meira!!
Eftir þetta þá var bara rólegt, fólk með bjórana sína og svo að sjálfsögðu brennivínið sem að mín kom með handa þeim. Mismunandi hvernig fólki fannst þetta bragðast, sjálfi finnst mér þetta viðbjóður, en varð nú víst að smakka fyrst að ég var að bjóða upp á þetta:P Laugardagurinn fór í smá svefn, trivial pursuit (eða eitthvað) á dönsku, sem gekk ekki vel og svo var ég í þeim hóp sem átti að elda kvöldmatinn. Hann var ekkert til að hrópa húrra fyrir, en ætur og það er fyrir öllu.
Barnaafmælið svo um kvöldið, sem var bara fínt;) laugardagskvöldið fór bara í það að sitja og spjalla, og svo mátti fólk drekka restarnar af brennivíninu, sumum til mikillar gleði;) Fín ferð og maður kynntist fólkinu aðeins betur:)
Er svo loksins að ná mér eftir ferðina, ná upp svefni og svoleiðis, en neinei, þá fyllist maður bara að kvefi og skíti í staðinn...ótrúlegt!!

Ég tók þá ákvörðun um daginn að ég væri hætt að taka strætó. Ég hata strætó alveg rosalega miiiiikið!!!! Ég ákvað því að fara að hjóla. Þetta eru alveg góðir 8 kílómetrar svo mér finnst þetta bara gott hjá mér! Kem að vísu voða sveitt og fín í skólann, en það eru víst allir hinir líka svoleiðis svo þetta er allt í lagi. En ég var samt að spá, því eins og þið vitið nú þá á ég afmæli eftir ekki svo marga daga, og þið gætuð bara ööölllll splæst saman í gjöf handa mér og gefið mér vespu (farartækið vespu). Það væri nú ekkert mikið á mann ef allir slá saman...hmmm...;) Dreymdi um daginn að ég ætti svona, ohh hvað ég var hamingjusöm í draumnum, það var unaðslegt að "hjóla" í skólann..;) en já bara svona pæling, þið látið vita hvað ykkur finnst...;)
Núna verð ég að fara að hjóla í skólann!!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives