|

Prófin loksins búin! Nú get ég skipt um föt og farið í sturtu og svona, Gumma sennilega til mikillar gleði!
Ég byrjaði daginn vel. Var nú soldið stressuð fyrir prófið, fannst ég ekki kunna neitt og þetta vanalega. Ég fer svo í strætó í morgun, þreytt, mygluð, skítug og stressuð og í þokkabót var grenjandi rigning. Mæti svo á lestarstöðina þar sem ég þarf að skipta um strætó og labba bara mína vanalegu rútínu og upp í strætó nr. 2. Veit ekki af hverju en ég fann svona smá á mér að ég væri nú kannski í vitlausum strætó, og svona þegar ég leit í kringum mig á fólkið þá fannst mér þetta ekki alveg líta út eins og "háskólastrætóinn". Ekki að maður þurfi að vera fínn til að fara í háskólann, sem ég afsannaði mjög fallega í dag, heldur var full mikið af eldra fólki, meira en vanalaega. En ég komst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri ég bara móðursjúk og ákvað bara að byrja að lesa blaðið mitt. Eftir smá tíma kannaðist ég svo ekkert við mig, og ákvað að fara úr strætó af því ég var í vitlausum...sighhh..!!
Kom mér í réttan strætó, kom mér í prófið, kláraði prófið með þeim svörum sem að allavega ég held að séu rétt og núna bíð ég bara spennt eftir einkunnum:)


jeiiiii!

|

Fyrst einkunn komin í hús...eda ja einkunn, annadhvort fékk madur B sem thýdir ad madur nær, eda IB sem thýdir ad madur nær ekki! Thad var semsagt B hjá mér:D
Allavega 1 af 3 sem madur nær, ágætt ad vita tad!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives