|

Ég er alltaf að fikta og breyta! tekst bara ekki að finna út úr því hvernig ég kem kommentadótinu fyrir neðan bloggið, í staðin fyrir að koma fyrir ofan! þarf að nota mína frábæru tæknikunnáttu og reyna að bæta úr því!

Síðasti dagurinn á námskeiðinu í dag og svo verður það bara vinnan á mánudaginn! mæti á mánudag og þriðjudag, er svo í fríi á miðvikudag, og svo er það fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur þannig að það verður nóg að gera! spennt að byrja aftur og sjá hvernig gengur.
Síðustu tvo dagana á námskeiðinu var sjúkraþjálfari með okkur og við lærðum um vinnustellingar o.fl sniðugt. Fórum í gær í laaangan göngutúr í kringum skólann í hjólastólum. æfðum okkur í að keyra upp kanta, niður kanta og alt muligt! í dag keyrðum við svo um í sjúkrarúmum, inni að vísu. Lékum okkur svo með lyftur sem notaðar eru á sjúklingana, soldið skrýtið að láta lyfta sér upp í svoleis, ekki það þægilegasta verð ég að segja. En skrítið hvað þessar þrjár vikur eru búnar að líða hratt, og nú er ég orðin smá stressuð að byrja aftur í vinnunni sjálfri, því nú fer ég að labba um með "minn" síma og gera hlutina sjálf! en ég er búin að ákveða að þetta á allt eftir að ganga vel! verð samt að segja að ég hlakka mest til að fá útborgað;)

Ég sendi umsóknirnar í háskólana í vikunni, loksins tókst að klára það allt saman! nú er bara eins gott að ég komist inn einhverstaðar því ég nenni varla að standa í þessu öllu aftur! Nú þarf ég bara að bíða þangað til í lok júlí til að fá svar.



...og nú er ég bara glöð fyrir það sem guð gaf mér, ég efast um að hún sjái út um gluggann!


Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Myndir

Last posts

Archives