Fyrsti dagurinn í ca einn og hálfan mánuð sem að ég þurfti að fara í peysu á leiðinni heim úr vinnunni.
Helst er í fréttum að fjölskyldan á Middelfartvej hefur stækkað. Nýji fjölskyldumeðlimurinn heitir Canon digital ixus 750. Ég elska hana, allavega það sem ég kann á hana. Er búin að vera alveg ónýt án myndavélar svo þetta var gleðidagur í gær þegar við keyptum nýja.
Ein af fyrstu myndunum teknar með nýju, skemmtilegu vinkonu minni:)