Ég komst að því fyrir stuttu síðan að ég hataði sudoku. Í nánast öllum blöðum hérna eru eins og ein eða tvær sudoku þrautir og ég veit ekki hvað oft ég er búin að reyna við "léttu" þrautina! Þegar mér finnst hún vera farin að ganga vel þá kemur ÚPPPS, eitthvað vitlaust og ómögulegt að finna villuna! En svo uppgötvaði ég
þessa síðu og þarna er sko ekkert mál að gera sudoku, er meira segja komin í medium styrkleika. Ég hata samt ennþá sudoku í blöðunum, það góða við þetta á netinu er að þar get ég svindlað smá og við vitum öll að það er t.d. ekkert mál að láta kapal ganga upp ef maður bara aðeins smá færir eins og eitt spil! En semsagt sudoku á netinu er hin besta skemmtun og ég varð líka alveg ofsalega glöð þegar mér tókst að láta mína fyrstu sudoku þraut ganga upp:) (já, þó ég hafi svindlað smá!)
Við Gummi skelltum okkur á ströndina í gær. Má segja að við séum hálf steikt núna! En það er nú alltaf notalegt að fara aðeins og liggja í sólbaði og hafa það gott! Sjórinn var ekki alveg eins og maður er vanur á sólarströnd, maður þurfti að vaða aðeins í gegnum þang eða þara, vorum ekki alveg viss hvað þetta græna hét, en þegar maður var loksins komin í gegnum það þá var þetta nú bara ágætt, kalt, en ágætt! Barnvæn strönd með meiru, veit ekki hvað við vorum komin langt út í áður en sjórinn náði upp að mitti! Öldurnar voru líka barnvænar, og þar af leiðandi ekkert skemmtilegar! En þá tekur maður nú bara upp frisbíinn og þá er gaman! Gummi vill samt meina að ég sucki í frisbí, það er samt ekki satt!