11


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég fékk 11 á dönskuprófinu! Mjög gott! Nú hugsiði kannski "ha..? fékk hún 11? það er ekki hægt, eða kannski var hún bara svona rosa góð að 10 var ekki nóg og hún fékk 11!!"
neiii...ekki alveg, hérna í Danmörku er einkunnasístemið öðruvísi og það nær alla leið upp í 13, en maður getur samt ekki fengið 12, veit ekki af hverju. En mjög gott að fá 11 finnst mér. Það þurfti að vísu að stoppa mig þegar ég var að tala um Christianu, var víst aðeins of langt, en ég var nú næstum því búin með það sem ég ætlaði að segja! Ég er þá núna búin með dönskuskólann, en í næstu viku ætlar bekkurinn samt saman í piknik og ég held ég ætli að mæta í það, og svo er líka útskriftarhátíð;) Þá fáum við prófskírteini og rauða rós og gaman! En ég veit ekki hvort ég get mætt í það, af því að mér til mikillar gleði þá er FRÍÐA AÐ KOMA Í HEIMSÓKN!!!!!!!!!!!! útskriftarhátíð í dönskuskólanum/leika við Fríðu....aaahhhhh held ég velji seinni kostinn! En við sjáum til, kannski vill Fríða koma með og vera stolt af Siggu sinni þegar hún tekur við skírteininu;)



svo er litla sunddrottningin komin með nafn, Bjarnheiður Guðrún heitir hún, svo maður verður að óska henni til hamingju með það! og líka mömmu, því nú er hún komin með nöfnu! Já, mamma heitir Bjarnheiður, þó að það séu ekki margir sem vita það held ég þar sem hún er alltaf kölluð Heiða;) En litla prinsessan heitir í höfuðið á báðum ömmum sínum, passar vel saman og er rosa flott finnst mér! Mamma var að sjálfsögðu gráti næst þegar hún komst að nafninu, enda ekki slæmt að eiga svona fallega nöfnu!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives