Pissulykt...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



...er ekki góð

...og heldur ekki prumpulykt, þess vegna keypti ég svona á Hróarskeldu!

En við mættum til Roskilde á miðvikudaginn og tókum þaðan lest á hátíðina og fundum loksins, eftir mikla leit, pláss fyrir tjaldið okkar. Á þessari leið okkar blossaði upp þessi rosalega pissufýla á svona 10 mín fresti. Þá sagði Gummi "Sigga mín, ég held þú verðir bara að venjast lyktinni, hún á ekki eftir að batna!" Vorum víst aðeins yfir hvíta strikinu á tjaldsvæðinu, eeeen er ekki frá því að fegurð mín hafi fengið verðina í appelsínugulu vestunum til að leyfa okkur að vera þarna;) (á þessum tíma var ég ennþá ágætlega hrein og lyktaði ekkert svo illa)
Á þessum tíma voru líka einhver ský á lofti, við rosa óánægð með að spáin hafi ekki staðist, átti að vera brjáluð sól og gott. Jæja, hugsuðum ekki um það og fórum og fundum næsta bjórsölustað og drifum okkur að tæma fyrsta kassann. Engin tónlist á miðvikudeginum svo stuðuð byrjaði á fimmutdeginum! Þegar við vöknuðum öll í svitabaði og að deyja, þá sá ég eftir því að hafa verið að kvarta yfir skýjunum sem voru daginn áður! Það var ógeðslega heitt, ekki hægt að sofa og ekkert til nema heitur bjór. Maður skolaði honum nú niður samt sem áður, ekkert annað í stöðunni;)
Ég nenni eiginlega ekki að rekja alla söguna, við heldur bara benda ykkur á að lesa hana hjá honum Gumma
en þetta var alveg frábær hátíð, fullt af flottum hljómsveitum, aðeins of mikil sól (nýtti það nú auðvitað og workaði tan-ið), mikið samansafn að skrýtnu fólki, en líka fullt af eðlilegu inn á milli. Þetta var alveg rosa upplifun að mæta þarna í fyrsta skipti, og hver veit nema maður eigi eftir að fara aftur, en er ekki frá því að þá vilji ég vera á hóteli;) tjaldið var ekki alveg að gera það þarna í 30 stiga hitanum!
Það leiðinlega er nú samt að myndavélin mín týndist, svo við eigum engar myndir (myndirnar eru bara í hjartanum, eins og Gummi minn sagði við mig eftir að þetta gerðist, varð soldið down;) )!
Það voru fullt af skemmtilegum hljómsveitum sem ég sá þarna, en hann vinur minn Damien Jr. Gong Marley, sonur Bob Marley mætti ekki á svæðið á sunnudeginum og það fannst mér ekki nógu gott! vildi sjá hann! Seinna það kvöld ætlaði ég svo að fara og sjá Goldfrapp, hljómsveit sem erlingur sagði að ég yrði að sjá, en það kom í ljós kl. 21:00 þegar þau áttu að byrja að þau gáti heldur ekki spilað vegna veikinda...:( kannski næst bara...! En ég sá fullt annað; Scissor sisters, Kashmir, SigurRós, Placebo, smá af Guns&roses (komst ekki nálægt, fór að kaupa bjór og komst ekki í gegnum þvöguna til baka:S ), the Strokes o.fl. Mikið gaman, mikið stuð! Vorum illa skítug eftir þessa fimm daga, það hlýtur líka að vera helvíti vond lykt af manni þegar manni er neitað að koma inn í leigubíl. Gæti líka verið að hann hafi haldið að við værum svört og verið rasisti, því um leið og við komumst í langþráð bað, þá vorum við ekkert svo sólbrún lengur..hmmmm??!?!
En jæja, lífið heldur áfram eftir Hróarskeldu, mikið af peningunum fóru þar svo nú er það bara brauð og vatn! Svo er það bara vinnan sem heldur áfram, og veðrið hérna hjá okkur heldur áfram að vera frábært. (Þið sem búið í Danmörku hefðuð ekkert átt að vera að fara til Íslands í sumarfrí)

Hann Gummi minn átti svo afmæli 5 júlí en við vorum því miður bæði að vinna:( það hefur líka heyrst að þetta hafi verið versti afmælisdagurinn á ævi hans. Verðið að spurja hann af hverju, það var allavega ekki mér að kenna! En við ákáðum að halda aðeins uppá það síðasta mánudag, skelltum okkur út að borða og höfðum huggó dag!

Biggi bróðir, Rósa og Bjarnheiður Guðrún litla frænka eru svo að koma í heimsókn á morgun:D ég get vægast sagt ekki beðið, hef aldrei séð litlu frænku svo það verður nú gaman að prófa aðeins að knúsa hana, hef líka heyrt að hún sé rosa spennt að koma til mín, sefur varla hún er svo spennt!
Tók mér smá frí í vinnunni vegna þessa merkisatburðar, þannig að ég er með 4 daga helgi núna og get notið sólarinnar með hluta af fjölskyldunni, get ekki beðið!



...það ætti að vera bannað að maður hafi ekki séð litlu frænku sína svona lengi!!!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives