E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...





Þau voru í heimsókn hjá okkur um helgina og það var alveg fráááábært!
Þau lentu í Odense á föstudaginn eftir að hafa verið í Svíþjóð. Mín búin að bíða spennt allan daginn eftir að fá þau og sjá litlu frænku, Bjarnheiði Guðrúnu, í fyrsta skipti! Ekki olli hún vonbrigðum, algjör prinsessa og brosti út í eitt:) Hún var líka svo glöð að hitta loksins Siggu frænku, búin að þurfa að bíða alveg ógisslega lengi!
En það er nokkuð ljóst að ég á sætustu frænku í heimi (reyndar tvær sætustu frænkur í heimi og tvo sætusu frænda)! Ótrúlega gaman að fá loksins að knúsa hana og hafa hana hjá mér:)

Sjáið okkur bara...;)

Við fengum að sjálfsögðu fínasta sumarveður allan tíman sem þau voru hérna, sól og hiti! Við notuðum helgina í að rölta um bæinn, fara í frisbí, fórum á hjólabát, sötruðum nokkra bjóra og höfðum það gott! Ekkert betra en að hafa það gott saman með fjölskyldunni:) Á sunnudagskvöldið var svo grillað. Btw í fyrsta skipti sem að ég og Gummi höfum grillað hérna, en aðstaðan til þess er ekki sú besta hjá okkur. En sáum það samt að það er nú ekkert mál að gera það...! Dýrindis grillmáltíð að sjálfsögðu, enda meistarakokkar á ferð! Kvöldið var svo tekið með popppunkti og beilys;) Gaman að segja frá því að ég var í síðasta sæti, enda var bransinn alveg að fara með mig! Var alltaf á fylleríi einhverstaðar, drap kött og ég veit ekki hvað og hvað. Svona er þetta að vera celeb!



Fjölskyldan fór svo frá okkur á mánudaginn. Fóru til Köben, þar sem þau ætluðu að gista á hóteli eina nótt, og þau flugu svo heim á þriðjudaginn. Þau hefðu sko mátt vera miklu lengur mín vegna;) Sakna þeirra alveg endalaust mikið og nú vonar maður bara að það sé ekki svo rooosalega langt þangað til að maður hittist aftur:)
Takk fyrir frábæra helgi;*



|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives