Ég komst semsagt ekki að ná í einkunnina mína á föstudagsmorguninn! Ég og Fríða vorum búnar að tala um það síðan 10 um kvöldið að við myndum mæta saman, en svo urðu bjórarnir víst nokkrir svo að því miður varð ekkert úr því! En ég fór samt og náði í þetta í dag, og í meðaleinkunn úr þessu öllu saman, munnlegu, skriflegu og skilningi fékk ég 10,8. Bara nokkuð sátt við það, á núna að vera búin að læra álíka mikið og danirnir læra í grunnskóla svo þetta er ágætis einkunn, líka miðað við það að maður var með 5 og 6 í dönskunni í MH!
En Fríða og Andri komu hingað á fimmtudaginn! Ólýsanleg gleði að fá þau í heimsókn:) Við höfðum það fínt á fimmtudagskvöldið, ég eldaði að sjálfsögðu handa þeim dýrindismáltíð, annað eins hefur bara ekki sést, snakkið sem hafði verið keypt fyrr um daginn vakti gríðarlega lukku eða kannski aðallega ídýfan sem var með því! Spiluðum fullt af Buzz, sem ég var að prófa í fyrsta skipti og þetta var bara alveg þrususkemmtilegt, og svo auðvitað singstar;) Svo kom stelpan sem býr fyrir ofan og kvartaði undan hávaða, sagði mjög pent að sumir í húsinu þyrftu að sofna. Stóð á náttsloppnum og greyið kærastinn hennar greinilega verið dreginn með út í þetta mission því hann stóð eins og lítill hvolpur fyrir aftan hana! Við reyndum kannski að lækka aðeins í okkur, en samt sem áður þá hafa þau nú sjálf oft verið með læti svo ég var svosem ekki með mikið samviskubit yfir þessu öllu saman!
Það voru svo allir komnir í gírinn aftur á laugardaginn eftir eina góða Mcdonalds ferð og það kvöld skelltum við okkur í bæinn, en er ekki frá því að huggókvöldið heima hafi bara verið smá skemmtilegra, enda ekkert skemmtilegra en að drekka nokkra bjóra í góðra vina hópi;) Þau fóru síðan heim á laugardaginn eftir mjög skemmtilega tvo daga hérna hjá okkur, hefðu bara mátt vera aðeins lengur;)
Fórum að sjá nornina brennda á báli...!
Svo var það póker hjá Gumma og strákum á laugardagskvöldið! Það var nú ekki planið að ég ætti að vera heima, átti að skella mér í eitthvað partý, en eftir tvö kvöld í röð var ég ekki alveg sú hressasta á því, þannig að ég ákvað að vera bara heima! Mér var þá boðið að spila með og held ég bara að þeir sjái eftir því núna því ég gjörsamlega rústaði þeim öllum saman, eina stelpan á svæðinu!
það var svo bara vinna í dag, vinna á morgun og á miðvikudaginn er það bara ekkert annað en Roskilde festival! Er nú bara farin að hlakka frekar mikið til, þetta verður mikið fjör, mikið gaman! Var líka að lesa í blaðinu að það nýja á hátíðinni í ár er stórt vatn þar sem fólk getur baðað sig og farið í sund...bara sweet ef veðrið verður eins og því er spáð í dag, 27 stiga hiti og sól!
Svo veit ég alveg af hverju mitt lið í HM, auðvitað Holland tapaði í gær! Þeir voru bara í einhverjum forljótum búningum! Hvað var málið með það?!?!? Hvar var appelsínugula fegurðin. Ekki furða að þeir hafi verið dálítið pirraðir, enda látnir spila í þessum ljótu búningum! Ætli það sé þá ekki bara Brasilía sem maður heldur með núna, var orðin heit fyrir áströlum en þeir eru víst líka dottnir út! Eins og Rósa sagði, þá ætla ég bara að halda leyndu hverjum ég held með, annars detta þeir bara út!
Ætla svo að koma með speki dagsins, orðatiltæki sem að stóð á Gajol pakkanum mínum, eða GÆÆJÓÓÓÓÓl eins og þetta heitir víst á dönskunni:
En ven er en, som ved alt om dig - og alligevel holder af digNokkuð til í þessu finnst mér og ég geri ráð fyrir að þið skiljið þetta öll saman;)