ég fór aftur í grænmetið í dag! Það var hringt í mig klukkan 6 í morgun, og það fyrsta sem ég var spurð að var "var ég nokkuð að vekja þig?!?" ég gat varla opnað augun sem voru samanlímd af stýrum, auðvitað varstu ekkert að vekja mig!!
Allavega, þessir dagar sem ég hef verið í grænmetinu hafa óneitanlega minnt mig alveg rosalega mikið á hann Ling minn og gamla góða vin okkar Nonna homm;) Gwen Stefani, Kelis, Britney og ég veit ekki hvað hvað í útvarpinu allan daginn! maður kemst bara í fílíng! vantar bara að Grýlurnar taki Sísi fríkar út og þá væri þetta fullkomnað! þessi útvarpsstöð, sem heitir held ég Voice, er samt greinilega bara með eitthvað ákveðið mikið af lögum á repeat allan daginn. Nýja lagið með Robbie Williams kemur amk kosti tvisvar á klukkutíma! og líka lag með skemmtilegri línu "don´t u wish your girlfriend was hot like me?" hef ekki hugmynd hver syngur þetta, veit bara að ég er búin að heyra þetta svona ca hundrað sinnum á þessum þrem dögum sem ég hef verið í grænmetinu!
í dönskuskólanum erum við að tala um skemmtilegt umræðuefni, drykkjumenningu í mismunandi löndum! Það virðast greinilega allir útlendingar halda að við íslendingar drekkum einungis áfengi af því að það er kalt hjá okkur! hvað er málið með það?