Ég snéri mér að öðrum áhugamálum þessa vikuna, nefninlega grænmeti!!! það var hringt í mig á fimmtudaginn og ég beðin að mæta í eitthvað grænmetishús og þar eyddi ég 8 klukkutímum í að skera grænmeti! þetta var nú svosem alveg ágætt fyrir utan það að enginn sagði mér að það væri allt blautt þarna og ískalt! ég var bara í slitnum strigaskóm sem halda ekki dropa af vatni, og var ekki lengi að verða blaut í fæturnar og það var svoooo kalt. Hélt á tíma að ég myndi bara missa þær allar! Á föstudaginn var svo hringt aftur, og ég beðin að mæta á sama stað á laugardagsmorguninn klukkan 6!!! hvað er að?!?!?! klukkan 6 á laugardagsmorgni, það ættu að vera einhver lög við þessu! Það var svo reyndar líka hringt í Gumma og hann beðin að mæta á sama stað, þannig að við fórum bæði. Sem betur fer er þetta bara hérna rétt hjá heima svo við vorum ekki nema 2 mínutur að hjóla þetta! ég mætti allavega í betri skóm í dag svo að mér leið mun betur;)
en þið sem fljúgið með Icelandair á næstunni og fáið hakkað grænmeti með matnum ykkar fáið kannski grænmeti sem við höfum skorið, þeir selja þeim víst grænmeti...!
Það var verið að kveikja á jólatrénu niðrí bæ í dag, ég ætlaði sko aldeilis að mæta, kaupa mér jólaglögg og jólabjór og svoleiðis! En þegar við komum loksin heim um klukkan hálfþrjú vorum við ekki lengi að steinrotast í sófanum svo það varð lítið úr því...!
En þegar maður vaknar klukkan 5 á laugardagsmorgni þá hlakkar mann til að sofa út á sunnudeginum...og ééég hlakka sko til!!!