E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég og Gummi fórum á laugardagskvöldið að aðstoða á þorrablóti í Horsens. Fórum ásamt nokkrum öðrum íslendingum hérna frá Odense og það var bara rosa gaman. Lögðum af stað héðan eitthvað um hálfsex og komum ekki heim fyrr en um 6 morguninn eftir. Þurftum eitthvað smá að vinna svona inn á milli, en annars stóðum við bara inní eldhúsinu og borðuðum afgangana og máttum fá okkur bjór! Þar sem við fórum ekki á þorrablótið hérna þá var mjög fínt að fara þarna og fá smá íslenskt að borða, svo er líka alltaf mjög gaman að fá ókeypis bjór. Stungum líka nokkrum oní tösku áður en við fórum, bara svona smá nesti;) máttum líka taka með okkur mat, Gummi tók með sér dollu af plokkfisk og ég tók með mér fullt af saltkjöti...veisla hjá okkur;)
Einn af okkur dó svo bara í bílnum á leiðinni heim...við komum aftur á móti hress heim og drukkum aðeins fleiri ókeypis bjóra;)
Biggi bróðir og Rósa eignuðust svo litla sæta stelpu í morgun:) Rosa sæt og fín, sem er ekkert skrítið, enda komin af mjög fallegu fólki;) vildi smá að ég væri á íslandi núna til að geta séð litlu frænku, annað sinn sem maður missir af að sjá litlu frændsystkinin nýfædd en það er nú í lagi, ég sé hana vonandi einhvertíman fljótlega;*

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives