Ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig! ekkert óþægilegra en að vakna við símtal og manni sagt að maður eigi að vera mættur í vinnu! Það eina góða er samt að maður hefur engan tíma til að hugsa um það hvað það er leiðinlegt að vakna svona snemma, maður bara drullast á fætur strax! En allavega, ég vakna alveg í panik og Gummi minn
sætastur var svo góður að hann stökk fram úr, smurði fyrir mig samloku í nesti á meðan ég tróð mér í fötin og komst þá bara eiginlega strax af stað! Kom hálftíma of seint, en það var nú allt í lagi, ekkert mikið öskrað á mig.
Þetta var bara fínasta vinna í þvottahúsinu! Þar var mér var mér ekki kalt og leið ekki eins og puttarnir og tærnar væru við það að detta af, eins og átti til að gerast í grænmetinu. Svo var ég varla byrjuð að vinna og þá var komin pása, þegar hún var búin var ég varla byruð að vinna þegar það var komin önnur pása o.s.frv. þannig að þetta var bara mjög fínt. Ég stefni samt að því að reyna að mæta á réttum tíma á morgun og muna kannski að stilla klukkuna 5:20 en ekki 8:20.