E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Síðasta vika er búin að vera crazy! Kynningardagar í skólanum og svo partý hvern einasta dag.
klukkan er að verða þrjú hérna hjá okkur en ekki er mín farin að sofa.
Ég var að koma heim úr bænum (nei, er ekk full)! Við byrjuðum daginn á að fara á Ryans þar sem við sáum Ísland rústa Norður Írlandi, uss ef það barasta kom ekki upp smá þjóðarstolt. Þeir voru að spila helvíti vel og áttu þennan sigur skilinn! Vona bara að þetta sé það sem koma skal!
Jæja, það var svo planað háskólapartý fyrir nýnema á skemmtistað hérna, frír bjór frá hálfátta og mín var mætt um, jaa rétt fyrir átta. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það voru fáir á staðnum. Við vorum 2 úr mínum bekk og þar af leiðandi mjög leiðinlegt fyrir mig, og mjög fáir úr hinum bekkjunum sem var leiðinlegt fyrir alla sem mættu ekki, það var frír bar! Ótrúlegir danir, mæta 5 mín fyrir í allt sem maður býður þeim í, en þarna gátu þeir ekki mætt!
En jæja, ég er samt nýkomin heim. Eftir að hafa hangið aðeins á þessum skemmtistað þá færði ég mig yfir annað þar sem ég þekkti allavega einhvern. spilaði smá pool, dansaði smá og hafði gaman. Kem svo heim núna, ekki full eins og ég sagði áðan, en jæja kannski smá í glasi (sorry mamma)!
Það er komið ár síðan við fluttum hingað út og ég hef ekki séð eftir neinu. Það er búið að reyna virkilega á en þetta er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt. En er þá komið nóg?? eigum við kannski bara að fara heim? erum búin að prófa þetta og ég komst hvort eð er ekki inn í læknisfræðina þetta árið þannig að what am i doing here?? jebb, er nefninlega að spurja sjálfa mig að þessu. Ég er nýbyrjuð í líffræðinni, fyrstu dagarnir voru skemmtilegir, en það er líka búið að kynna okkur aðeins fyrir innihaldið námsins, og þó ég hafi verið búin að kynna mér það á netinu þá var ég ekki alveg að fá sömu upplýsingar. Þessi líffræði er allavega ekki að hljóma neitt gríðarlega spennandi, en jæja, fyrsta árið svosem er allt í lagi. En ég hugsaði þetta líka bara þannig að ég ef ég tæki þetta ár, þá ætti ég meiri líkur á að komast inn í læknisfræðina næsta ár! Vona bara innilega að þetta ár innihaldi ekki mikið af einhverri plöntufræði og svoleiðis, úfff....það færi alveg með mig!
Bara svona svo til að halda ykkur við efnið ætla ég að sýna ykkur lærið á mér lýtur út (ég veit, ekki æla folkens!!) Það er nú saga að segja frá því hvernig þetta gerðist! Ætla samt ekki að segja ykkur hana!
úbbs tapaði mér aðeins - note to self, ekki blogga eftir bæjarferð á laugardagskvöldi. En fyrst við erum nú að þessu núna, ætla ég að leyfa ykkur að fylgjast með framvindu mála á marblettnum (aha, sexy ég veit)Ekki mjög góð mynd, en það eru komnar allskyns skemmtilegar litabreytingar í hann. æ þetta er svo skemmtilegt!!
En skólinn byrjar fyrir alvöru á morgun, byrjar með skemmtilegum fyrirlestri í efnafræði. Þarf að vísu ekki að mæta fyrr en 12, sem er nú bara gott mál:)
En partýið er ekki búið. Næsta helgi fer nefninlega í það sem heitir rustur, en þá er farið með okkur öll í bústað og við höfð þar alla helgina. Þar verður brallað margt og mikið, og m.a. er þema á laugardagskvöldinu og þemað er barnaafmæli. Dressið mitt er á leiðinni í pósti, afar fallegur kjóll sem ég er búin að eiga lengi. Held ég eigi eftir að taka mig vel út í honum í "barnaafmælinu";) aldrei að vita nema einni mynd verði smellt af;) En nú er svo bara málið að fara að koma sér í skólagírinn, sem er búin að vera í dvala lengi og fara að koma sér af stað!!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives