...eru af hinu illa! Því fékk ég allavega að kynnast í gær!
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldið til Katrínar og Bögga. Alveg frábært lambalæri sem við fengum í matinn, og Gummi sá þá tækifæri til þess að borða Ora baunirnar sem við, eða hann átti. Mér finnst grænar baunir ógeðslegar og skil ekki hvað fólk sér eiginlega við þennan viðbjóð! En eins og ég sagði, þá fór það ekki á milli mála daginn eftir að grænar baunir hefðu verið borðaðar, þar sem að Gummi þurfti nokkuð oft að "losa um"! Það var varla líft hérna inni eftir það!
Þurfti bara aðeins að tjá mig um illu grænu baunirnar! Gular baunir aftur á móti, þá erum við að tala saman!