Mín fór bara í vinnuviðtal í gær! mjög spennandi jobb á spítalanum! ég hélt að þetta væru mest bara þrif en þetta er víst mun meira en það. Viðtalið gekk mjög vel en samt sem áður voru þeir eitthvað hræddir um tungumálið, því mér var sagt að ef að ég myndi misskilja eitthvað mjög illa þá gæti það bara verið spurning um líf eða dauða..úfff!!! en ég er allavega að bíða eftir símtali frá þeim! Mér var sagt að ef ég fengi ekki vinnuna þá væri það bara út af tungumálinu, sem er kannski hrós....eða hvað?!
Ef að þetta gengur ekki þá verður dagurinn á morgun tekinn snemma, farið á hjólið og hjólað á ýmsa staði, fólki verður hótað og ég fæ vinnu!
Annars er nú bara allt það sama hjá okkur...skítakuldi og snjór ennþá hérna hjá okkur, æðislegt að hjóla!
Svo er um að gera að kenna börnunum að svara fyrir sig eins fljótt og hægt er eins og foreldrar þessa barns hafa greinilega gert...þetta er orðin svo harður heimur í dag...