Mér tekst bara ekki að fara í gegnum heilan dag án þess að gera mig að fífli, og það er ekkert smá sem að ég læt greyið hjólið mitt ganga í gegnum!!
Var á leiðinni á fótboltaæfingu í morgun (já, var bláedrú) og er á fullri ferð, en svo hringir síminn sem var í bakpokanum og mín ætlar bara svona að vippa sér upp á kantinn, út af hjólabrautinni svo ég trufli nú ekki hitt úber hjólafólkið, en það vill ekki betur til en svo að ég hitti ekki á kantinn og flýg svona rosa fallega á hausinn! Til þess að gera þetta skemmtilegra gerðist þetta beint fyrir framan lestarstöðina og eins og vanalega var alveg nóóógu mikið af fólki á ferðinni þarna. Komu nokkrir hlaupandi og spurðu hvort ekki væri allt í lagi, en sá sem virtist hafa mestar áhyggjur af mér var gamall róni, hann vildi nú alls ekki að ég myndi meiðast. Ég náði svo ekki að svara símanum!
En Gummi greyið þarf bara að fara að vinna í kvöld og kemst ekki í lokahófið hjá fótboltanum hans. Þessi elska þarf bara í staðin að standa í alla nótt á hótelinu og tala við leiðinlegt fullt fólk sem kemur þangað:(
En mín ætlar bara að skella sér í staðin í þetta flotta pulsupartý, það er svona þegar maður hefur áhuga á fótbolta, þá er manni stundum boðið í pulsupartýin;)neiii...ég er líka bara svo skemmtileg! Ætla að hætta mér út í rigninguna og hjóla, þrátt fyrir hvernig það fór síðast!