Loksins komst ég í atvinnuviðtal sem mig langaði í! eins og ég sagði einu sinni þá væri fólkið á þessum leikskóla ekki í vafa um hvern þeir ættu að ráða þegar þau væru búin að sjá mitt fallega andlit! það stóðst að sjálfsögðu, eða ég komst allavega í viðtal! svo verður maður bara að halda í vonina þangað til á morgun, þegar ég fæ símhringingu og verð annaðhvort svo glöð að það verður partý alla nóttina, eða þá að ég verð mjög leið og en fæ mér samt bjór til að drekkja sorgum mínum!
Viðtalið gekk samt bara vel, mér gekk bara vel að tala dönskuna og svoleiðis! svo var ég reyndar spurð að því hvort ég væri eitthvað búin að hugsa um hvað ég gæti gert með börnunum! ég svaraði mjög heiðarlega og sagði nei, enda ekki mikið búin að hugsa út í það, en sagði bara að ég væri til í að gera allt;) Þær sem tóku viðtalið skildu allavega allt sem ég sagði og ég skildi allt sem þau sögðu þannig að mér fannst þetta bara ganga fínt, hvernig sem þetta fer! maður er þá allavega búinn að prófa þetta svo ég verð kannski ekki eins stressuð og ég var í dag næst þegar ég fæ tækifæri á að koma í viðtal!
Þau spurðu mig svo út í leikskólann sem ég var að vinna á heima, ég segi aðeins frá honum og eitt af því sem ég sagði var að við hefðum leikið voða mikið úti! þá fékk ég spurninguna "já, voruð þið þá bara að leika upp í fjöllunum?" hmmmm....neinei, erum nú með svona garð eins og þið eruð með! en það verður gaman að sjá hvaða tilfinningum verður deilt með bjórnum annað kvöld, rosa spenningur!
Ég hélt mini-fyrirlestur í dönskuskólanum um daginn, sagði þeim frá jólasveinunum okkar og Grýlu, útlendingum finnst þetta alltaf jafn spennandi. Mætti meira að segja með mynd af Grýlu og eins og flest öllum öðrum fannst þeim hún ekki mjög falleg!
Við fljúgum til Íslands 22. des og planið er að vera til 6. jan, sem gæti reyndar breyst ef að gleðin tekur völdin á morgun;)