ég fékk loksins að vinna í gær, í einni af þessari íhlaupavinnu sem ég er búin að skrá mig í. Ég var semsagt í svona frístundarheimili eftir skóla, held að krakkarnir hafi verið svona 6-10 ára. þannig að geðheilsu minni er bjargað í bili! nú vona ég bara að þau hringi einhvertíman aftur í mig! Ég þurfti reyndar að hjóla soldið langt til þess að komast í þessa vinnu, og það skal engin segja mér aftur að danmörk sé bara flatt land, því það var svona ca. 100 metra kafli á þessari leið sem var bein! þægilegra á heimleiðinni reyndar, þá voru brekkurnar meira niðrí móti!
En þetta var fínasta vinna sem ég var í, fór bara í leikfimisal með krökkunum og var að spila badminton og fleira, að skilja krakkana gekk líka bara mjög vel, nema þegar þau voru að gráta, þá skildi ég ekki orð! ég sagði líka bara "jájá, nú er þetta búið, farðu að leika"
Við vorum grand á því á sunnudagskvöldið, elduðum piparsteik með bernaissósu og tilheyrandi. Skoluðum því svo niður með ókeypis rauðvíninu sem við höfðum fengið gefins vegna mistaka með sófann okkar. Bjuggumst ekki við miklu af þessu rauðvíni, af því að konfektið sem við höfðum fengið á sama tíma frá sömu búð var alveg óætt og endaði bara í ruslinu! En þetta var fínasta rauðvín og ég held bara að svona flott máltíð hafi aldrei áður verið á boðstólnum hjá okkur!