E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Helgi framundan...

Já það er að koma enn ein helgin og hún er alveg fullplönuð sko...kveðjupartý í kvöld hjá frænda hans Gummi, en hann og kærastan hans eru að flytja heim til Íslands. Annað kvöld er svo árshátíð hjá Fótboltaliðinu hans Gumma. Þannig að það verður nóg að gera þessa helgi sem er nú bara ágætt;) þurfum líka að fara að vinna á birgðunum sem við keyptum út í þýskalandi...vill ekki einhver koma í heimsókn??;)
Annars er nú ekki leiðinlegt að vera hérna núna, þegar það er alveg við frostmark á íslandi þá er bara sól og um 15 stiga hiti hérna!!! ég get ekkert kvartað...

Ég hata samt Gilmore Girls!! Þeir þættir eru í sjónvarpinu hérna á hverjum einasta degi. Ég gat nú alveg horft á einn og einn þátt af þessu en ég fæ eiginlega bara klíju núna ef ég heyri í þeim! ætli handritið af einum svona þætti sé ekki svona 10000 blaðsíður!!! ég held það komi aldrei þögn í einum svona þætti!
Við horfum samt soldið mikið á sjónvarp og held ég sé orðin húkked á öllum dönskum reality þáttum! Danir eru nefninlega rosalega duglegir að búa til sínar eigin útgáfur af raunveruleikaþáttum. Aðalþátturinn núna er eiginlega Tab og Vind, sem er eins og Biggest looser þátturinn sem var sýndur á skjá einum! Þriðjudagskvöldin eru sko frátekin fyrir Tab og vind.....ekkert skemmtilegra en að horfa á feitt fólk rífast!

Er samt að lesa frábæra bók á dönskunámskeiðinu mínu, Min ven Thomas. Las hana einhvertíman í dönsku held ég í menntaskóla og held að þetta sé eina bókin sem ég hef lesið í gegnum alla mína skólagöngu í dönsku sem mér finnst skemmtileg:)
En ég ætti kannski að fara í sturtu eða eitthvað, finnst eins og það sé langt síðan síðast!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives