Ég var í fína dönskuskólanum mínum í gær og þar er þessi eðal kaffiklinkvél. Eins og ég geri alltaf þá fæ ég mér einn eðal kaffibolla áður en ég fer inn í tíma. Þegar ég kem á mánudaginn, alveg að verða of sein í tímann, þá hleyp ég að kaffivélinni og sé að það er engin röð og ég mjög glöð að ég geti fengið kaffið mitt strax. Ég sting 5 kallinum í vélina og bíð róleg eftir að kaffið komi. Svo gerðist eitthvað skrítíð, því það bara flæddi úr bollanum og allt út um allt. Þá kemur einhver gamall kall alveg brjálaður og spyr mig hvað í andsk... ég haldi að ég sé að gera! ég með mitt saklausa andlit stend bara og segi "hvad"?!?!?! hann var brjálaður! en þessi gamli kall hafði þá sett pening í kaffivélina og sennilega bara farið á klósettið eða eitthvað á meðan kaffið var að koma, sem tekur ekki meira en 10 sek. þannig að minn bolli fór oní hans bolla og allt út um allt! Þá varð ég brjáluð...en ákvað nú samt bara að labba pent í burtu...þannig að hvorugt okkar fékk kaffið sitt allt þessum gamla kalli að kenna og ég var alveg ónýt restina af tímanum, eða fram að pásunni þegar ég fékk annað tækifæri til að fá mér kaffibolla! það heppnaðist í það skiptið og bjargaði því sem bjargað var!
Seinna í tímanum lét kennarinn mig svo fá teksta sem ég átti að lesa, ég hugsaði hmmm...af hverju fær enginn annar þennan teksta að lesa? allavega las ég hann og svo var ég látin standa og útskýra hann fyrir öllum hinum! úfff...fann hvernig ég svitnaði og roðnaði og svitnaði meira, en um leið og ég byrjaði þá hvarf þetta allt saman og þetta gekk bara vel, ótrúlegt en satt, og mér tókst bara að koma þessu vel frá mér! samt ekki mitt uppáhalds efni, pólítík!
Annars þá hjólaði ég út um allt í dag og sótti um vinnu á fullt af hótelum, á öllum stöðunum nema tveim þá vildu allir fá umsóknina mína og ég vonast bara til að heyra frá þeim sem fyrst.