Årsfesten!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Mér og Mikkel labpartner tókst að koma skýrslunni saman að lokum, eða svona ca klukkutíma áður en við áttum að skila. Verður fróðlegt að sjá þegar við fáum hana aftur, allllar líkur á því að það þurfi að laga hana alla og við þurfum að skila henni aftur...en jæja, sjáum til! þegar við vorum búin að skila skýrslunni tók við önnur 4 tíma tilraun. Við erum ekki alveg viss hvað það var sem við vorum að gera, en vonandi finnum við út úr því næsta miðvikudag þegar við þurfum að klára tilraunina.
Hélt svo minn fyrsta fyrirlestur á dönsku á þriðjudaginn síðasta. Veit ekki hversu mikið fólk skildi af því sem ég sagði, en ég sagði það sem ég átti að segja!

En í gær var svo komið að enn einu partýinu...stoppar ekki gleðin. Það var ekkert annað en árshátíð skólans. Okkur var að sjálfsögðu tilkynnt að við ættum að mæta í fínasta pússi og ekkert múður með það! Ég dressaði mig semsagt upp og tók dragtina á þetta. Keypti mér nú reyndar nýjan voða fínan bol til að vera í við og var bara helvíti fín. Var samt ekki svo fín þegar ég uppgötvaði að ég var búin að vera að labba heillengi á fínu hælunum mínum, reynandi að vera eins dömuleg og ég gat, og var með galopna buxnaklauf. Það var semsagt ekki af því að ég var svo fín að fólk var að horfa svona mikið á mig, held það hafi verið buxnaklaufin. En well, tók nú ekki langan tíma bara að zippa henni upp, maður má auðvitað ekki missa coolið!
En þetta var nú svosem ágætt, hittumst kl 4 hjá einni úr bekknum og vorum svo mætt um 6 upp í skóla. Það var búið að breyta öllum skólanum í einn risastóran veitingastað. Allt alveg þvílíkt flott og ég dáist að fólkinu sem nennti þessu. Fengum svo að borða upp úr 7, maturinn var nú ekkert súperdúper, en maður gat nú borðað. Það var líka hálf flaska af víni á mann, og ég og stelpan við hliðina á mér vorum svo heppnar að við vorum bara með 2 flöskur fyrir okkur tvær, haha...!! nutum þess að sjálfsögðu vel!

Ég var svo búin að kaupa miða fyrir Gumma á dansiballið, hann átti semsagt að koma upp úr 9. En jæja, eftir mikla umhugsun þá kemur hann loksin upp úr 9. Mín voða glöð og fer að taka á móti ástinni, neinei, þá hafði hann bara gleymt miðanum heima!!! Ekki það að ég hafi haft ástæðu til að vera reið, þar sem að þetta er svona hlutur sem að eiginlega kemur fyrir mig, soldið oft, svoleiðis að hann á kannski inni nokkur skipti;) En, eftir mikla umhugsun um hvort að hann ætti að eyða pening til að ná í miðann og koma aftur, þá ákvað ég bara að beila á árshátíðinni og við tókum leigubíl saman niðrí bæ og komum okkur vel fyrir á einum bar bæjarins. Það leit ekkert út fyrir að vera neitt svakalegasta stuðið þarna á árshátíðinni svo ég held svosem ekki að ég hafi misst af miklu. Þar voru rassarnir á okkur við það að gróa saman við sætin, en við fórum ekki þaðan fyrr en seint um síðir. Þegar við svo héldum af stað til að finna leigubíl enduðum við með hótelherbergi í staðin...ótrúlegt alveg?!?!? Mest fúl yfir því að ég missti af morgunmatnum, greinilegt að þetta verður að endurtaka!!
En fínasta kvöld, það verður svo öllu tekið með ró í kvöld, vídjó og snakk hljómar bara unaðslega! Svo verður maður víst að taka daginn með trompi á morgun og fara að læra, þýðir ekkert annað!!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives