E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þá er maður bara orðin árinu eldri, 22 ár, það er nú bara ágætt! Ég stækkaði ekkert sérstaklega mikið þessa góðu nótt þarna, skil ekkert í þessu!! Líður heldur ekkert eins og ég sé eldri, en svona er þetta nú bara.

Í síðustu viku fengum við að vita að við værum að fara að byrja í efnafræðitilraunum. Voða skemmtilegt og ég bara hálf spennt, enda var alltaf svo gaman í tilraunum í MH. Vorum alltaf að búa til einhverja skemmtilega hluti og svona, svo var verklýsingin líka bara upp á eina A4 blaðsíðu og ekkert vesen. Ég fékk svo fyrst sjokkið þegar ég var að prenta út verklýsinguna mína fyrir fyrstu háskóla tilraunina mína. Hún var upp á 30 síður!! Við áttum að koma vel undirbúin svo ég tók mig til og las þetta í gegn. Ég fékk svo sjokk aftur þegar ég byrjaði að lesa. Fyrstu 7 blaðsíðurnar fjölluðu um allt það hættulega sem gæti gerst í laboratoríinu ef maður færi ekki mjög alvarlega. Lífræn efni geta verið mjög hættuleg, sum geta sprungið mjög auðveldlega, önnur geta valdið krabbameini og svo mætti lengi telja. Það var tönnlast á því að maður ætti að fara varlega og vera varkár. Í stuttu máli sagt var ég alvarlega að spá í að mæta ekki. Einfaldlega af því að ég vil ekki vera með á samviskunni að hafa sprengt skólann upp! Maður er bara svo mikil brussa! en ég mætti nú samt og þetta gekk allt vel, sprengdi ekki neitt, enda vorum við nú kannski ekki látin vinna með einhver svoleiðis efni svona fyrst, en nóg gert til að hræða okkur, eða já og fræða okkur.

En svo mættum við aftur í tilraunina viku seinna til þess að klára tilraunina. Við byrjum að vinna inn í stinkskápunum okkar og eftir ekki svo langan tíma sé ég allt í einu að það er orðið voðalega bjart í stinkskápnum hjá fólkinu á móti okkur. Nokkrum sekúndum síðar öskra þau að það sé eldur! Það var barasta kviknað í, æææ enda fara gas og eldspýtur ekkert sérstaklega vel saman;) þetta var nú ekki mikill eldur og ekkert mál að slökkva hann svo þetta var allt í góðu, munar samt öllu að fá smá svona spennu í daginn. Stelpan sem stóð við skápinn hafði nú ekki miklar áhyggjur af skemmdunum sem urðu á honum, eða þá að hún hafði brennt sig á hendinni, það nefninlega kviknaði í nokkrum hárum á henni og að sjálfsögðu var það aðaláhyggjuefnið. Þegar hún var búin að líta í spegilinn vel og vandlega fékkst hún loksins til að skella hendinni á sér undir kalt vatn. En sem betur fer meiddi hún sig nú ekkert mikið og það sést ekkert á hárinu á henni;)

Það er svo alltaf jafn skemmtilegt að þurfa að vakna kl hálfsjö á laugardagsmorgnum. Þarf einmitt að gera það, er að fara að skoða eitthvað, sem ég er ekki alveg viss hvað er. Þetta er skylduferð í einum áfanganum sem við erum í svo ætli maður verði nú ekki að láta sjá sig. Maður verður nú samt líka aðeins að láta sjá sig á kaffihúsinu sem verður með brasilískt þema í kvöld, finnst nú ekki annað hægt. Það sem maður getur fundið sér annað að gera þegar maður á ekki að vera að gera neitt annað en að sitja heima og læra. En það verður bara að taka duglega á því annað kvöld og á sunnudaginn (semsagt í lestrinum) og ekkert múður með það. Skýrslan sem við eigum að skila úr þessari tilraun sem við vorum í er alls ekkert djók, og ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því að gera hana. Eigum við ekki bara að segja að ég finni út úr því á sunnudaginn!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives