Home alone...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Gummi farin til Köben, þar sem að hann verður sennilega í annarlegu ástandi fram á sunnudag, og ég er alein heima og er bara að vinna um helgina!
En það þýðir ekki að maður geti ekki haft það hyggeligt:
einn sopi:

...og svo ahhhh:


Það er sko búið að vera súper dúper veður hjá okkur undanfarna daga, og við orðin rauð og fín í andlitinu:) Nú verður maður bara að vinna í því að ná sér í lit, spurning um að nota allar pásurnar sem ég fæ í vinnunni, hlaupa út, rífa mig úr fötunum og vera í bikiníi innanundir og ná smá sól!!
Við keyptum okkur tennisspaða og erum búin að fara tvisvar í sólinni í tennis! ótrúlega gaman alveg! Gummi vann mig nú í bæði skiptin þrátt fyrir að hafa aldrei spilað tennis áður, eeeen ég er nú ekki tapsár, maður lærði sko að tapa með brosi á vör sumarið góða með meistaraflokknum á Álftanesi;) En tennisið er nú líka soldið gott út af því að maður getur náð sér í soldinn lit, Gummi vill samt ekki að ég spili nakin svo sú hugmynd er out!

Undanfarna daga eru fuglarnir búnir að vera að spotta út hjólið mitt til þess að skíta á það! Það komu þrír dagar í röð þar sem þeir voru búnir að skíta á það! Fyrst var það nú bara á pedalann, það skipti svosem ekki miklu máli, næsta dag var svo ein stór klessa á hnakknum, það var ekki sniðugt, daginn eftir var svo stór klessa á stýrinu, þ.e.a.s á handfanginu þar sem ég þarf að halda, það var heldur ekki sniðugt..helvítis fuglar!

Það ætti að hanga eitt svona þar sem ég er vön að leggja hjólinu mínu!

Við í vinnunni í kvöld pöntuðum okkur ís! Geðveikan ís! mmmm...fannst þetta samt eitthvað skrítið þegar fólk ætlaði að fara að panta sér ís...hmmm eru heimsendingar á soleis?? Neii...þá pöntuðum við bara og svo fór ein og náði í þetta...alveg huges og mega góður kúluís, og örugglega ódýrasti og stærsti kúluís sem ég hef fengið! Ég var spurð hvort ég vildi GUF á, mér var sagt það væri rosa gott svo ég sló til! Það var rosa gott, þó ég viti nú ekki alveg hvað þetta var! En þessi ís bjargaði alveg deginum, var ekki að meika að vera þarna í vinnunni, hugsandi um það að ég ætti ekki frídag fyrr en eftir maaarga daga...bara um að gera að panta aftur ís á morgun, þá reddast þetta allt!

En, Grey's anatomy bíður eftir mér!

...damn, skýjað á morgun, var að vona að veðurspáin hefði breyst síðan í gær, verður víst ekkert úr sólbaðinu sem ég hafði planað í fyrramálið...


samt alveg spurning fyrir þessa ömmu að slaka á!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives