E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



...ekkert búið að skíta á hjólið mitt síðan ég skrifaði um það, fuglarnir hafa kannski heyrt í mér þegar ég sagðist ætla að gera ljóta hluti við þá ef þeir gerðu þetta aftur, og nú þora þeir ekki að koma nálægt hjólinu mínu!

10 vinnudagar í röð að baki og loksins er ég komin í langþráð helgarfrí!! Í staðin fyrir að hafa verið að vinna 10 daga í röð fæ ég frí næstu fjórar helgar, svo það er godt nok!! ;) Reyndar alveg spáð bara skítaveðri þessa helgi, svo hún fer allavega ekki sólbað!

Mánudagurinn er svo "The big day" en þá er viðtalið mikla! á að mæta 9:45 á spítalann, þar sem þetta fer allt saman fram. Svo er það 60 spurninga krossapróf, svona common sense spurningar held ég, sem ég held samt að skipti ekki öllu máli og svo fæ ég ekkert að vita fyrr enn á mánudaginn sjálfan hvenær mitt viðtal mun fara fram. Það gæti verið klukkan 12 og það gæti verið klukkan hálfsex! Ég held að ég sé ekki stressuð, en ég verð það kannski þegar aðeins nær dregur! Það er eiginlega meira bara svona spenningur í mér, því þegar þetta viðtal er loksins búið þá er ég búin að gera allt sem ég get, og þá er bara að bíða og sjá hvort það er nóg...og ef ekki þá er alltaf næsta ár;)

Annars er það spurning hvort maður ætti að fara að sjá The da vinci code í bíó. Hún er samt búin að fá svo lélega dóma og ég er bara smá hrædd um að hún eigi kannski eftir að skemma fyrir mér bókina, veit ekki!

Mamma og pabbi eru svo í USA núna, alltaf einhverstaðar þetta fólk;) En það mjög góða við það er að þá fæ ég ipod....aftur...veit ekki hvort einhver man eftir sögu um ipod sem datt ofaní vatnsfötu og blabla..! Tryggingafyrirtækið er að vinna í því að ég fái fullllt af peningum fyrir hann og mamma ætlaði að kaupa nýjan fyrir mig úti! Þá getur maður loksins farið að njóta þess að hjóla aftur, eða bara liggja í sólbaði og hlusta á eitthvað skemmtilegt:)

Bestu fréttirnar eru svo þær að við bæði erum búin að fá frí í lok júní, sem þýðir það að við ætlum að skella okkur á Hróarskeldu! Kvet alla til að mæta og hitta okkur! Getið lesið allt um það hérna, eitthvað fyrir alla;) Það verður bara stuð!!

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives