Súkkulaði...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Símtal í vinnunni:
Jan yfirmaður: Sigga, þú átt að drífa þig upp á A-operation og keyra sjúkling þaðan, það er beðið eftir þér fram á gangi!!

Sigga:Ekkert mál!!

En það sem ég skildi úr þessu símtali var svona:
Jan yfirmaður: Sigga, þú átt að drífa þig upp á E-operation og keyra sjúkling þaðan, það er beðið eftir þér fram á gangi!

Sigga: Ekkert mál!!

Ég semsagt hljóp allaleið að E-operation sem er lengst í burtu, heillöng leið niðrí kjallara og þar var allt læst og lokað þegar ég kom þangað...hmmmm, ákvað að hringja í Jan og fá þetta á hreint! Eftir smá spjall fattaði ég að það var A sem hann var að tala um en ekki E, þannig að ég hljóp allaleið til baka og upp á A, en ég var nánast við hliðina á A þegar ég fékk símtalið! Kom svo þangað móð og keyrði sjúklinginn minn til baka, á deild sem liggur næstum því við hliðina á þessari E-operation!

Getur stundum verið auðvelt að misskilja einfalda hluti á öðru tungumáli, en þar sem að danir segja A eins og við segjum E á íslensku, og E eins og I er sagt á íslensku þá á ég auðvelt með að ruglast smá!

Vorið er loksins að koma hjá okkur, spáð 15 stiga hita næstu dagana:) Ekki það að við höfum undanfarið heyrt í einhverju fallegum fuglasöng, heldur vaknar maður við eitthvað garg í fuglum sem mér hefur verið sagt að séu mávar, og ofaní það klikkaðar kirkjuklukkur sem hringja á klukkutímafresti á morgnana!

Við fengum svo alveg nóg af pákseggjum frá Íslandi! Takk allir sem hugsuðuð til okkar og senduð okkur glaðning:D Við áttum nú ekki von á því að geta borðar allt þetta magn á svona stuttum tíma, en með nokkrum mjólkurglösum þá bara kláraðist þeta ótrúlega hratt og við bæði ótrúlega hissa!! vitum ekkert hvað varð af þessu öllu saman! En ofsalega gott að fá smá nóa súkkulaði með kaldri mjólk, gerist ekki betra! Stór sá líka á fötunum sem ég var í þegar ég borðaði súkkulaði, með græðginni í mér tókst mér að fá súkkulaði á alla peysuna, sem síðan bráðnaði og var að fallegum blettum, ég er svo mikil dama!!

Höfðum svo páskasteik á annan í páskum! Brúnuðum kartöflur og alles, eitthvað sem hvorugt okkar hafði gert áður, en með góðum leiðbeiningum frá pabba tókst mér bara að gera nokkuð fullkomnar brúnaðar kartöflur;) Sósan fór ekki alveg eins vel, en vorum sem betur fer með plan B og áttum pakkasósu inn í skáp..;)

Núna gerum við ekki mikið annað en að bíða eftir mánaðarmótunum, það er að segja pay day! eitthvað lítið orðið eftir að þeim núna og við búin að vera í bjórbanni í smá tíma!! það er ekkert sniðugt, þannig að við sjáum næstu helgi í hyllingum þegar við ætlum að skella okkur á barinn, horfa á Manchester vinna Chelsea og fá okkur einn langþráðan öl með...mmm ;)

|

Hver er ég?

  • Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir
  • Lyfjafræðinemi með meiru í borg óttans!
  • www.flickr.com
    This is a Flickr badge showing public photos from siggadani. Make your own badge here.

Previous posts

Archives