jæja, þá er ég búin að fara tvo daga að vinna, og er að fara aftur í dag. Svo er frí um helgina og svo byrjar námskeið í næstu viku, og er held ég næstu þrjár vikurnar!
Þetta er alveg frábær vinna, ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Ég gæti sagt að þetta væri fullkomið ef að þetta væri vinna á íslensku :/ mér finnst þetta soldið erfitt, það er rosalega margt nýtt sem maður er að læra, þetta er riiiisa stór spítali og það er meira en að segja það að læra að rata og svo er það tungumálið. Það gengur nú alveg ágætlega að tala og skilja en samt erfitt að reyna að fylgja með stundum. Þessa síðustu daga hef ég komið heim alveg búin á því, ekki beint líkamlega þreytt en er mjög andlega þreytt, greyið heilinn minn alveg búinn á því!
Það er alveg fullt af fólki í starfi eins og ég er í og þetta felst aðallega í því að flytja sjúklinga milli deilda, hlaupa upp á deildir og ná í blóðprufur og hlaupa með þær niður í blóðbankann, ná í fólk af bráðamóttökunni og fara með það í röntgen og fullltfullltfulllt meira.
En þessa fyrstu daga er ég samt bara eins og hundur í bandi. Labba bara með og fylgist með hvernig þetta er gert. FYrsta daginn var ég með konu sem sér um fæðingardeildina. Þá vorum við í því að fara upp á fæðingardeild, flytja konuna og barnið eitthvað annað og enduðum á því að þrífa herbergið á fæðingardeildinni. Þann dag þurftum við líka að fara með pínkulítið barn niður í líkhús. Það var soldið óhuggulegt! Í gær var ég svo með konu sem sér um tvo operation ganga. Þessi vinna felst líka m.a. í því að við komum á staðinn þegar aðgerðin er búin og hjálpum læknaliðinu við að færa sjúklinginn yfir í annað rúm, þannig að þá sá ég margt og mikið líka, og svo þrifum við skurðstofurnar eftir notkun! Fullt af blóði þann daginn sko!!
ég er samt allavega komin með ökuskírteinið mitt á sjúkrarúmin;) ekkert svo auðvelt að keyra þau skal ég segja ykkur, 150 kíló án sjúklings takk fyrir. En mér var sagt í gær að mér gengi nú bara mjög vel að keyra þau.
en veit nú ekki hvort einhver les þetta yfir höfuð, en alltaf gott að létta aðeins af sér fyrir framan tölvuna!!