Ég er að byrja í nýju vinnunni minni á morgun! Verð að viðurkenna að ég er soldið stressuð, en vona bara að þetta gangi allt vel! Í næstu viku fer ég svo á námskeið á vegum spítalans þar sem við munum læra hitt og þetta í sambandi við það að vinna á spítala! Þetta er allt saman mjög spennandi og þess vegna vona ég innilega að þetta gangi vel og mér verði ekki bara hent út eftir fyrsta daginn!
Ég er svo á fullu þessa dagana að setja saman umsóknina fyrir læknisfræði. Þetta er nú meira vesenið í kringum þetta allt saman! eins gott bara að maður komist inn núna, veit ekki hvort ég nenni að standa í þessu öllu saman aftur!!!! eða jújú, ætli maður myndi ekki gera það, fyrst þetta er það sem maður vill læra!
Við buðum fólki í mat um helgina. Engin komin með salmonellu ennþá þannig að ég held að þetta hafi bara heppnast ágætlega;) Því miður þurftu samt gestirnir okkar að gera þarfir sínar í brotið klósett þar sem að "klósettbaninn Smokey Joe" eins og hann kallar sig núna gekk aðeins of harkalega um klósettið og það bara brotnaði! ég hef aldrei séð annað eins! en sem betur fer er það nú alveg nothæft, svo við þurfum ekki að banka uppá hjá nágrönnum til að fara á klósettið! Það kemur einhver professional klósettkall á morgun að skoða gripinn, Smokey Joe fær ekki að vera heima á meðan að á því stendur!
Ég gæti látið fylgja mynd af klósettinu og þá mundu allir segja "ooohhh" þegar þeir litu á hana, en ég ætla ekkert að vera að gera það, það er ekkert voðalega falleg sjón!